Íslensk umferðarmenning býður ekki upp...

.. á svona vitleysu.
Á landi þar sem umferðin snýst alltaf um að vera fyrstur, keyra hraðar en hinir, flauta, og vera fyrir öðrum, er ekki hægt að setja svona reglur.
Tillitssemi er varla til í íslenskri umferð, og myndi þetta einungis valda slysum, og það alvarlegum. Íslendingar hafa ekki "attention span" sem gæti höndlað svona.
Þegar íslenskir ökumenn átta sig ekki einu sinni á því að drulla sér AF vinstri akrein þegar þeir keyra 20km/klst undir hámarkshraða, babblandi í símann, með bíl í rassgatinu á sér sem blikkar og flautar til skiptis, þá geta þeir ekki fyrir sitt litla líf metið hvenær er óhætt að taka svona beygju og hvenær ekki.

Þetta virkar í U.S.A, en ekki á Íslandi.

Ef þetta verður samþykkt, og slysum fjölgar ekki verulega á höfuðborgarsvæðinu, þá skal ég hundur heita. Og éta hattinn minn líka.


mbl.is Frumvarp um hægri beygju á rauðu ljósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það sem fólk skilur ekki...

Það sem mannkynið virðist ekki getað áttað sig á, er akkúrat endaleysið.

Venjulegur maður virðist ekki geta viðurkennt það fyrir sjálfum sér að eitthvað gæti verið til sem er óendanlegt.
Að það sé til hlutur sem var ekki búinn til og hvorki verði eyðilagður, né muni klárast.
Að sá hlutur hafi alltaf verið til. Ekki "frá upphafi alheimsins", heldur alltaf.
Þá erum við að tala um algjört tímaleysi.

Þetta virðist mannveran ekki getað skilið, þar sem í okkar umhverfi er allt búið til, allt eyðileggst og nýtt kemur í staðinn.
Maðurinn fæðist, maðurinn lifir og maðurinn deyr. Nýr kemur í staðinn.
Tréið vex, tréið stækkar, tréið er höggvið. Nýtt vex í staðinn.

Þetta er það sem við þekkjum. Við trúum ekki hugtakinu um bjórglasið sem tæmist aldrei.

Að endingu; Guð skapaði ekki manninn. Maðurinn skapaði Guð.


mbl.is Ljóst að Guð skapaði ekki heiminn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rangt...

Þetta er rangt.

Ef ég pirra, hrindi, slæ til og ógna manni sem ég veit að er ofbeldisfullur, sem ræðst síðan á mig,
Ber ég þá ekki ábyrgð á því?


mbl.is „Brotaþoli getur aldrei borið ábyrgð á ofbeldisverknaði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Getur einhver útskýrt fyrir mér....

Hvað í fjandanum "Fjármálaeftirlit" er?

Ef það er ekki til að veita eftirlit með fjármögnunarfyrirtækjum og lánum þeirra, auðkýfingum og auðæfum þeirra eða bönkum og starfsemi þeirra?

Hvert var eiginlega hlutverk fjármálaeftirlitsins?

Ekki brygði mér mikið ef stórfelldar mútuþægnir innan fjármálaeftirlitsins kæmu í ljós.


mbl.is FME skoðaði aldrei gengislánin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málfar íslenskra blaðamanna..

Ég er nú ekki vanur að tuða yfir þessu, en fyrirsögnin "Leit hafin vegna torkennilegs ljóss" hentar vægast sagt ekki, þar sem leit var hætt í gærmorgun.
mbl.is Leit hafin vegna torkennilegs ljóss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hvers í andskotanum var bíllinn eyðilagður??

Til hvers var eiginlega verið að eyðileggja bíl sem var í fullkomnu lagi og tilvalinn í aukahluti?
Mátti bíllinn ekki vera öðrum að góðu?

Rosalega 2007 eitthvað og algjör hálfvitaskapur -að mínu mati.

Fyrir utan það að þessir veltubílar eru algjört rugl og peningasóun þar sem þetta snýst upp í skemmtun hjá ungu fólki.
Auk þess er þetta ENGAN veginn samanburðarhæft við alvöru bílveltu..

Svona tæki eiga heima í tívolíum en ekki í ökukennslu.

Ég er gáttaður.

ps. Af hverju þurfti nýjan bíl í þetta? Hvað var að hinum?


mbl.is Örugglega á hvolfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögreglan braut lög við þessar aðgerðir...

Samkvæmt 28.gr. umferðarlaga (nr 50 skráð 30.mars 1987)  ;

 Eigi má stöðva ökutæki eða leggja því: [...]

 

[...] d. í göngum eða undir brú

[...] I. í minna en 15 metra fjarlægð frá merki fyrir biðstöð hópbifreiða

(ég finn það ekki í lagasöfnum, en veit það 100% þar sem ég er nýbúinn að taka meiraprófið, að ólöglegt er að leggja eða stöðva Í biðstöð hópbifreiða. Það er öruggt mál)

 Í þessu tilviki voru þessi umferðarlög brotin af bíl lögreglunnar, flöskugrænum, nokkurra ára gömlum, subaru impreza með tengdamömmubox á toppnum. Þetta segi ég vegna þess að bílnum var lagt Í biðstöð fyrir hópferðabíla (við strætóskýli). 

Því spyr ég, er eðlilegt að Lögreglan brjóti lög til að ná öðrum lögbrjótum? Það finnst mér allaveganna ekki!

Það er allt of algent að Lögreglan leggi þar sem ekki má leggja, til að mæla fólk. Mér finnst þetta algjörlega út í hött. (Ef bíll nemur staðar í lengri tíma en 15 mín. þá telst honum vera lagt).
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stundar meira að segja í sumum tilvikum utanvegaakstur til að koma sér á nógu góðan stað til að mæla fólk (...fela sig)

(sbr. 5.gr.a sömu laga ; Í þéttbýli má ekki í heimildarleysi aka, stöðva eða leggja vélknúnu ökutæki utan vega á svæði sem ekki er ætlað fyrir umferð vélknúinna ökutækja[að öðru leyti gilda ákvæði laga um náttúruvernd um akstur utan vega])
Mér finndist skrýtið ef Lögreglustjórinn á Höfuðborgarsvæðinu leyfi lögregluþjónum að gera þetta.

 

Ég keyrði framhjá þessum bíl í dag, og hann "flassaði" mig (ég var að keyra á c.a. 77)
Ég segi það hér og nú, að ef ég fæ sekt fyrir að keyra undir hraða (mynd var tekin einhverra hluta vegna), þá verð ég ekki sáttur.

Ég hvet alla ökumenn eindregið með að spurja lögreglumenn af hverju þeir staðsettu sig ólöglega við mælingar, og ef sekt verður gefin út, að tala við viðkomandi lögreglustjóra/sýslumann og athuga hvort honum finnist eðlilegt að sektin verði látin standa þegar ólöglega er staðið að mælingu.

Fáránlegt! Hvað finnst ykkur? 

 

(Heimildir teknar úr lagasöfnum á althingi.is)

 

 

 


mbl.is 185 óku of hratt á Hafnarfjarðarvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég finn til með honum..

Einhverra hluta vegna sárvorkenni ég alltaf fólki sem vinnur svona háar upphæðir í happdrættum.
Máltækið "margur verður af aurum api" hefur sannað sig svo óóóóóótrúlega oft, og því get ég ekki með nokkru móti samgleðst vinningshöfum svona potta. Frekar vildi ég vera fátækur og með eðlilega sjón á lífið, fjármál og siðferði, heldur en að vera siðblindur kapítalisti eins og þeir sem komu Íslandi í þessa stöðu sem það er í dag.

 Fínt að vinna andvirði fíns einbýlishúss í Foldunum, en allt yfir það spillir siðferði og samvisku fólks ásamt því að blinda það algjörlega.


mbl.is Norðmaður vann 775 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband