Það sem fólk skilur ekki...

Það sem mannkynið virðist ekki getað áttað sig á, er akkúrat endaleysið.

Venjulegur maður virðist ekki geta viðurkennt það fyrir sjálfum sér að eitthvað gæti verið til sem er óendanlegt.
Að það sé til hlutur sem var ekki búinn til og hvorki verði eyðilagður, né muni klárast.
Að sá hlutur hafi alltaf verið til. Ekki "frá upphafi alheimsins", heldur alltaf.
Þá erum við að tala um algjört tímaleysi.

Þetta virðist mannveran ekki getað skilið, þar sem í okkar umhverfi er allt búið til, allt eyðileggst og nýtt kemur í staðinn.
Maðurinn fæðist, maðurinn lifir og maðurinn deyr. Nýr kemur í staðinn.
Tréið vex, tréið stækkar, tréið er höggvið. Nýtt vex í staðinn.

Þetta er það sem við þekkjum. Við trúum ekki hugtakinu um bjórglasið sem tæmist aldrei.

Að endingu; Guð skapaði ekki manninn. Maðurinn skapaði Guð.


mbl.is Ljóst að Guð skapaði ekki heiminn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert maður með viti!

Danni (IP-tala skráð) 4.9.2010 kl. 16:39

2 identicon

Flott innlegg í endalausa umræðu! Sérstaklega þetta með bjórglasið...

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 5.9.2010 kl. 15:15

3 identicon

Spurning hvort tíminn sé tími? Það sem ég á við er, hvað ef tími er ekki eins og við höldum að hann sé í raun og veru. Eins og að segja hvað er vatn í náttúrulegum skilning? Ég er ekki að tala um H2O heldur hvað er það í ekki mannlegum skilning? Þetta er bara smá pæling, meikar kannski ekki sens en ef við myndum taka tíman í burtu myndu ekki allir útreikningar á því hvernig heimurinn varð til breytast?

Idno,  ég get ekki sagt neitt ég er ekki lærður í þessu en nú spyr ég sjálfan mig af því afhverju ég fæddist hérna, á þessum stað með þessu fólki á akkúrat þessum tíma en afhverju ekki einhverjum öðrum með alla mína galla og hví:S? Hver er þá tilgangurinn með lífi ef það endar og kemur það ekki aftur? En þá fer ég einnig að pæla hvað er ekkert? Ef það verður allt svart þá er samt svartur bakgrunnur en ef allt verður hvítt þá er samt hvítur bakgrunnur sem þíðir að það sé eitthvað þarna þó maður fari nú kannski ekki að pæla í því...

Hvað er ekkert og hvernig lítur það út? :S Nú er ég forvitinn. 

 Svo rámar mig rosalega í að það var mjög merkilegur Mayan konungur á þeim tíma sem sagði að versta uppgötvun mannsins er tíminn.

Æji ég veit ekki, ég er kannski farinn að bulla en varð að láta þetta frá mér sry :S

Eigiði góðan dag :D

Midian (IP-tala skráð) 5.9.2010 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband