Lögreglan braut lög við þessar aðgerðir...

Samkvæmt 28.gr. umferðarlaga (nr 50 skráð 30.mars 1987)  ;

 Eigi má stöðva ökutæki eða leggja því: [...]

 

[...] d. í göngum eða undir brú

[...] I. í minna en 15 metra fjarlægð frá merki fyrir biðstöð hópbifreiða

(ég finn það ekki í lagasöfnum, en veit það 100% þar sem ég er nýbúinn að taka meiraprófið, að ólöglegt er að leggja eða stöðva Í biðstöð hópbifreiða. Það er öruggt mál)

 Í þessu tilviki voru þessi umferðarlög brotin af bíl lögreglunnar, flöskugrænum, nokkurra ára gömlum, subaru impreza með tengdamömmubox á toppnum. Þetta segi ég vegna þess að bílnum var lagt Í biðstöð fyrir hópferðabíla (við strætóskýli). 

Því spyr ég, er eðlilegt að Lögreglan brjóti lög til að ná öðrum lögbrjótum? Það finnst mér allaveganna ekki!

Það er allt of algent að Lögreglan leggi þar sem ekki má leggja, til að mæla fólk. Mér finnst þetta algjörlega út í hött. (Ef bíll nemur staðar í lengri tíma en 15 mín. þá telst honum vera lagt).
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stundar meira að segja í sumum tilvikum utanvegaakstur til að koma sér á nógu góðan stað til að mæla fólk (...fela sig)

(sbr. 5.gr.a sömu laga ; Í þéttbýli má ekki í heimildarleysi aka, stöðva eða leggja vélknúnu ökutæki utan vega á svæði sem ekki er ætlað fyrir umferð vélknúinna ökutækja[að öðru leyti gilda ákvæði laga um náttúruvernd um akstur utan vega])
Mér finndist skrýtið ef Lögreglustjórinn á Höfuðborgarsvæðinu leyfi lögregluþjónum að gera þetta.

 

Ég keyrði framhjá þessum bíl í dag, og hann "flassaði" mig (ég var að keyra á c.a. 77)
Ég segi það hér og nú, að ef ég fæ sekt fyrir að keyra undir hraða (mynd var tekin einhverra hluta vegna), þá verð ég ekki sáttur.

Ég hvet alla ökumenn eindregið með að spurja lögreglumenn af hverju þeir staðsettu sig ólöglega við mælingar, og ef sekt verður gefin út, að tala við viðkomandi lögreglustjóra/sýslumann og athuga hvort honum finnist eðlilegt að sektin verði látin standa þegar ólöglega er staðið að mælingu.

Fáránlegt! Hvað finnst ykkur? 

 

(Heimildir teknar úr lagasöfnum á althingi.is)

 

 

 


mbl.is 185 óku of hratt á Hafnarfjarðarvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef lögreglan þarf að nota svona ráð, til að ná ökuníðingum, þá gerir hún það sem þarf til.

Og ég vildi óska að hún þyrfti þess ekki. en staðreyndir tala sínu máli.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 01:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband