Íslensk umferðarmenning býður ekki upp...

.. á svona vitleysu.
Á landi þar sem umferðin snýst alltaf um að vera fyrstur, keyra hraðar en hinir, flauta, og vera fyrir öðrum, er ekki hægt að setja svona reglur.
Tillitssemi er varla til í íslenskri umferð, og myndi þetta einungis valda slysum, og það alvarlegum. Íslendingar hafa ekki "attention span" sem gæti höndlað svona.
Þegar íslenskir ökumenn átta sig ekki einu sinni á því að drulla sér AF vinstri akrein þegar þeir keyra 20km/klst undir hámarkshraða, babblandi í símann, með bíl í rassgatinu á sér sem blikkar og flautar til skiptis, þá geta þeir ekki fyrir sitt litla líf metið hvenær er óhætt að taka svona beygju og hvenær ekki.

Þetta virkar í U.S.A, en ekki á Íslandi.

Ef þetta verður samþykkt, og slysum fjölgar ekki verulega á höfuðborgarsvæðinu, þá skal ég hundur heita. Og éta hattinn minn líka.


mbl.is Frumvarp um hægri beygju á rauðu ljósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef nú oft lent í því að það hefur verið blikkað eða flautað á mig þegar ég er á vinstri akgrein og keyri á mestum löglegum hraða. T.d. á leiðinni milli Reykjavíkur og Mosfellsbæjar, þar sem hámarkshraði er 80 að mig minnir. Þar keyra allir á 100 og mjög fáir kunna að fara í hringtorg.

íslendingar eru upp til hópa ókurteisir rasshausar í umferðinni. Frekir og dónalegir.

Ökuréttindi eiga ekki að vera sjálfsagður hlutur.

Grétar (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 17:24

2 identicon

Grétar,

Það er ekki þitt hlutverk að vakta/framfylgja umferðarhraða. Vinstri akreinin er fyrir framúrakstur og þá sem vilja aka greiðar. Þegar ég að keyra í rólegheitunum (sem er oftast tilfellið), vík ég tafarlaust yfir á hægri ef ég sé einhvern á meiri hraða nálgast mig er ég ek á hægri akrein.

Eyjólfur (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 18:21

3 Smámynd: Gísli Sigurður

Ditto á Eyjólf. Ef þú keyrir undir/á löglegum hraða en EKKI hraðar en þeir sem aka á hægri akrein, áttu að hundskast yfir á hægri akreinina, og gefa stefnuljós í leiðinni. Það er flestum Íslendingum lífsins ómögulegt að skilja þetta.

Gísli Sigurður, 10.12.2010 kl. 19:10

4 identicon

Algjörlega ósammála rasshausarnir ykkar. Ef manneskja ekur á 90km hraða, sem er löglegur hámarkshraði, þá átt þú ekkert tilefni til að vera taka fram úr þeirri manneskju. Þá ert þú að BRJÓTA LÖGIN.

Grétar (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 20:35

5 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

Þetta er sáraeinfalt.

ef að það er pláss á hægri akrein og þú ert ekki að fara að beygja til vinstri á næstu gatnamótum, sem að stutt er þá í.

þá áttu að halda þig hægra megin

ef að þú skilur ekki afhverju, tjahhh

þú sagðir sjálfur, ökuréttindi eiga ekki að vera sjálfsagður hlutur.

Árni Sigurður Pétursson, 10.12.2010 kl. 20:37

6 identicon

Eða kannski finnst ykkur allt í lagi að stela? Það er ólöglegt en hey, það sakar víst ekki ef þið eruð bara að stela smá.

Grétar (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 20:37

7 identicon

Árni, hvað ef ég er ekki að fara beygja til hægri, heldur ætla að beygja til vinstri út úr hringtorgi? Þá vil ég halda mig á vinstri akgrein. Nema þér þyki viturlegt að keyra á hægri akgrein og svína svo fyrir allar útakgreinar í hringtorginu?

Grétar (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 20:42

8 identicon

Málið er ósköp einfalt. Þið eruð að flýta ykkur og haldið að þið eigið rétt á að brjóta á réttindum annarra því þið hafið ekki fyrir því að fara 10 mín fyrr af stað. Skipulagsleysi og fávitaskapur.

Grétar (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 20:44

9 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

Lastu ekki svarið frá mér ?

ég skal copya hluta af því og bolda það

  þú ert ekki að fara að beygja til vinstri á næstu gatnamótum, sem að stutt er þá í.

hringtorg er í raun ekkert annað en beygja.

en menn þurfa líka ekki að keyra á milli hringtorga á vinstri akrein til þess að fara beint yfir þau.

Árni Sigurður Pétursson, 10.12.2010 kl. 20:50

10 identicon

Árni það ætti að gera sérstaka akgrein fyrir fólk eins og þig. Mála hana rauða, eins og þú sért í umferðinni, sérstaka heimtufrekjuakgrein.

Ef ég keyri eftir löngum vegi, á vinstri akgrein og ætla að beygja til vinstri á næstu gatnamótum þá átt þú engan rétt á því að haga þér eins og 8 ára krakki, flauta og blikka ljósum. Þetta er það sem ég er að tala um að ég hafi lent í. Hálviti.

Grétar (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 21:10

11 Smámynd: Gísli Sigurður

Vúhúú.. bara fjör?

Grétar, það er f í hálfviti.

Gísli Sigurður, 10.12.2010 kl. 21:16

12 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

hefur þú einhverja hugmynd um það hvernig ég keyri ?

ég í fyrsta lagi keyri nú mjög takmarkað á vegum þar sem að eru tvær akreinar í sömu átt.

í langflestum tilfellum keyri ég á umferðarhraða og held mig þar að leiðandi hægra megin.

þú aftur á móti virðist ekki kunna að haga þér í umferðinni, ekki frekar en hérna á internetinu.

Árni Sigurður Pétursson, 10.12.2010 kl. 21:40

13 identicon

Mér er alveg sama hvernig þú keyrir. Vorum við ekki að ræða um það hvernig umferðalögin eru? Ég spurði þig ekki hvernig þitt aksturslag er. Höldum okkur við efnið.

"í langflestum tilfellum keyri ég á umferðarhraða og held mig þar að leiðandi hægra megin." Gott! En að á að halda sig á löglegum umferðarhraða hægra megin og LÍKA vinstra megin. Það þýðir að þú brýtur ekki lögin til að taka fram úr einhverjum sem nú þegar keyrir á 90 km hraða. Tökum dæmi, myndir þú taka fram úr einhverjum sem keyrir á 90 km hraða í ökuprófi? Held ekki, enda á ekki að gera það.

Ég kann að haga mér í umferðinni en ég kann vissulega ekki að haga mér í þessu tilfelli á netinu. Yfirleitt er ég rólyndismaður en þetta fer sérstaklega í skapið mitt. Kannski ekki furða þegar maður hefur lent tvisvar eða þrisvar í því að tekið er framúr þar sem samfelld lína er á götunni og það hefur næstum valdið dauða, því einhver var að drífa sig í bíó eða whatever.

Ok Gísli, hálfviti. Góð málsvörn btw

Grétar (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 22:41

14 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

það að halda ekki umferðar hraða og teppa vinstri akrein getur einfaldlega valdið pirringu og þar að leiðandi hættu í umferðinni.

og ég held að þú hefðir gott að því að rifja upp ökunámið.

þar sem að í ökunámi er sérstaklega tekið fram að halda sig á hægri akrein nema við framúrakstur eða ef að umferð er það þung að það þurfi að nota þá vinstri einnig.

Árni Sigurður Pétursson, 10.12.2010 kl. 23:31

15 identicon

Grétar.. bara svo að þú vitir af því.. þá er það kennt í ökuskólum að þegar það eru 2 eða fleiri akreinar þá attu að vera hægra meginn, nema þú sért að fara að beygja til vinstri eða fara framúr bíl fyrir framan þig.. síðan þegar þú hefur tekið framúr, þá áttu að fara aftur á hægri akreinina og svo framvegis. Ef þetta er gert, þá fækkar slysum, þá eru ekki þeir sem eru óþolinmóðir að fara framúr bílum hægra meginn, þegar vinstri akreinin er ætluð að taka FRAMÚR. Pirringur minnkar í uferðinni, framúrakstrar minnkar hægra meginn, minna af slysum. Þetta er bara svona.. Síðan eru einmitt nokkriri sem þykjast vera laganna verðir með því að halda sér vinstra meginn, til að hægja á umferð, en eru þá bara að búa til leiðindi og jafnvel slys.

Ef þú keyrir um í t.d. danmörku, þá lærir þú þetta. Segjum að það sé 110 km hámarkshraði, og þú keyrir á milli 100-110 á þeirri götu, þá skaltu halda þig hægra meginn. EF þú gerir það ekki, þá ertu tekinn í gegn af ökumönnum, og jafnvel lögreglu. Það er líka ástæða afhverju umferðin gengur miklu hraðar annarstaðar og betur heldur en á Íslandi.

Þröstur (IP-tala skráð) 11.12.2010 kl. 00:00

16 Smámynd: Gísli Sigurður

Grétar, ég minni líka á eitt;

Ef allir keyrðu á 150 á miklubrautinni, og þú keyrir á 60, þá má lögreglan að stöðva þig og sekta fyrir að fylgja ekki umferðarhraða. Lögin stangast á, mikið rétt, en þetta snýst ekki um það að vera á 59.99km/klst þar sem hámarkshraði er 60, heldur að sýna öðrum ökumönnum tillitssemi, og vera EKKI FYRIR. Sama þó þú sért að keyra á hámarkshraða.

Gísli Sigurður, 11.12.2010 kl. 00:26

17 identicon

Mér sýnist Grétar vera skólabókadæmi um mann sem á EKKI að vera í umferðinni. Þetta er hættulegur hugsanaháttur, tefur fyrir umferð, veldur pirringi, eykur slysahættu og fær mann til að efast stórlega um ökunám á Íslandi. Hinsvegar er ástandið síst betra í Danmörku. Þeir kunna reyndar að haga sér á hraðbrautunum en eru jafnvel verri en Íslendingar innanbæjar. Grétar, vinsamlega notaður strætó í framtíðinni.

SJ (IP-tala skráð) 11.12.2010 kl. 01:52

18 identicon

SJ.. já sammála..

Var einmitt dágóða stund í Danmörku. Það er einmitt frekar erfitt að keyra þar innanbæjar, mikill troðningur og fleira. En líka er maður ekki vanur að keyra á þeim slóðum. Ef maður er alveg inn í Köben þar að segja... En var einmitt að tala um hraðbrautirnar.. Algjör draumur að keyra þar. Þeir einmitt kunna að haga sér á þeim.

Þröstur (IP-tala skráð) 11.12.2010 kl. 02:22

19 Smámynd: Hörður Þórðarson

"Og éta hattinn minn líka."

Verði þér að góðu, Gísli. Ef fólk hefur á annað borð nægilega greind til að aka, þá eru reglur af þessu tagi af því góða.

Menn eins og Grétar ættu ekki að aka bíl. Þeir eru í bezta falli færir um að fara ferða sinna gangandi.

Hörður Þórðarson, 11.12.2010 kl. 03:42

20 identicon

Ég trúi ekki að ég sé að rökræða það hvort það sé í lagi að brjóta umferðalögin við ca. 5 fullorðna menn og ég er sá eini sem finnst það ekki í lagi.

Ég sagði aldrei að ég væri að dúlla mér á 70km hraða þar sem hámarkshraði er 90km. Það myndi ég ekki gera og veit vel að það væri að tefja fyrir umferð.

Ég er að segja að ég hef lent í því að vera keyrandi á 90km hraða, þar sem löglegur hámarkshraði er 90 km, og fólk akandi á 110 km hraða blikkar ljósum og flautar. Nú ok segjum að ég sé dóninn í þessu tilfelli og eigi að víkja til hægri, til að greiða fyrir þeim sem stunda hraðakstur. Segjum að það sé normið eins og þið haldið fram.

Sé ég hinsvegar að fara beygja bráðlega til vinstri, hvort sem er á gatnamótum eða önnur beygja úr hringtorgi þá vil ég skilja þetta rétt. Mér ber lagaleg skylda til að vera meðvikur fyrir hraðakstri í umferðinni, greiða fyrir hraðakstri og leyfa öðrum að brjóta á réttindum mínum til að beygja til vinstri?

Getur verið að ykkur finnst allir alltaf vera tefja ykkur því þið akið einfaldlega of hratt? Ef allir væru á löglegum hámarkshraða, þið líka, þá væri aldrei neinn að tefja ykkur. Einfalt.

Mér finnst ekki í lagi að brjóta lögin og stunda hraðakstur. Ykkur hinum finnst það. Svipað og meirihluta þjóðarinnar fannst í lagi að kjósa yfir sig sjálfstæðisflokkinn sem stuðlaði að lagabreytingum sem keyrðu landið í þrot. En hey, meirihlutanum FANNST það í lagi, svo þetta var best fyrir alla.

Grétar (IP-tala skráð) 11.12.2010 kl. 10:31

21 identicon

Smá viðbót, setjum þetta í annað samhengi. Segjum að þið séuð á vinstri akgrein og akið á 110 km hraða. Þið ætlið þá að víkja fyrir fólki á 170 km hraða og vera helsáttir með að gera það allan daginn?

Grétar (IP-tala skráð) 11.12.2010 kl. 10:44

22 Smámynd: Kommentarinn

Ég ætla rétt að vona að þetta frumvarp fari í gegn. Íslendingar er umferðarljósaóðasta þjóð í heimi. Við setjum upp umferðarljós á hvern einasta stíg jafnvel þó að umferð þar sé sama og engin. Það er eins og biðskylda sé bara ekki nógu flott lengur. Svo bíður maður og bíður á rauðu en aldrei sér maður annan bíl. Við svona aðstæður er nákvæmlega engin áhætta við það að taka hægri beygju.

Ég kann hinsvega góða sögu af manni sem æddi yfir á rauðu í USA og beygði til vinstri og taldi sig vera í rétti.

Grétar þú átt að halda þig hægra megin nema þú sért að fara að beygja fljótlega. Þó þú sért að greiða fyrir hraðakstri þá er það ekki þitt mál. Þú átt að greiða fyrir framúrakstri þó hinn sé að brjóta lög því það er hættulegt að gera það ekki. Þú stöðvar ekki hraðakstur annara með því að keyra hægt eða blokka leið þeirra. Þá taka þeir bara meiri áhættu og skapa hættu fyrir sig og aðra.

Kommentarinn, 11.12.2010 kl. 11:38

23 identicon

Kommentari.

Sé maður að keyra á 100 km hraða, á hann þá að víkja fyrir manni á 110 km hraða, færa sig yfir á hægri fyrir aftan einhvern á 90 km hraða og sikksakka svona endalaust til að greiða fyrir ólöglegum hraðakstri?

Er minna hættulegt að allir séu sikksakkandi í sífellu? Fólk á að læra keyra. Það á ekki að vera mitt vandamál að þú brjótir lögin. Ég á ekki að þurfa haga mínum akstri þannig að hann verði áhættusamur, til að greiða fyrir þínum hraðakstri svo þú komist í bíó korteri of seint. Ekki mitt vandamál.

Grétar (IP-tala skráð) 11.12.2010 kl. 12:02

24 identicon

Ég elska bílstjóra eins og hann Grétar virðist vera. Menn sem hafa óumbeðnir tekið að sér störf umferðarlögreglu.

Þeir eru margir svona í Danmörku, fyrst þoldi ég þá ekki,en seinna meir fór ég að hafa gaman af þessum greyjum, jafnvel þykja örlítið vænt um þá.

En það er alltaf jafn gaman að stuða þetta lið, ég var alvarlega að spá í að gera bílinn minn eineygðan um daginn því það truflar þetta fólk meira en flest annað.

Þá er ég ekki einungis að tala um bílstjóra, nei, ég er einnig að tala um gangandi vegfarendur sem fara að hoppa og skoppa þegar maður keyrir eineygður framhjá þeim... ha ha ha fullkomið.

runar (IP-tala skráð) 11.12.2010 kl. 13:42

25 identicon

Þið eruð svo sorglegir að halda að maður sé að taka sér starf umferðarlögreglu. Hlýtur að vera vottur af ofsóknarbrjálæði eða stórmennskubrjálæði að halda að allir séu endalaust að pæla í ykkur. Ég keyri einfaldlega á löglegum hámarkshraða og læt mig svo engu varða hvort einhver er með frekju eða yfirgang. Léttbylgjan í útvarpinu og hjartslátturinn á góðu róli, alveg sama að þú sért að verða seinn því þú nenntir ekki að drulla þér aðeins fyrr af stað og hefur engin tök á eigin lífi.

Þetta með eineygða bílinn lýsir því bara hvernig þið, þessi ákveðna týpa af frekjum sem allir eru svo vondir við, eruð í eðli ykkar. Þið eruð svo litlir í ykkur og vitið það dýpst inn í ykkur, náið aldrei að fullnægja konunni og svona. Sendið hana bara til mín ha ha ha fullkomið.

Grétar (IP-tala skráð) 11.12.2010 kl. 14:00

26 identicon

Ha ha..góður Grétar

Alltaf gaman að lesa hressilega orðuð svör.

En konuna máttu fá eftir 30 ár, þá get ég ekkert hjálpað henni.

runar (IP-tala skráð) 11.12.2010 kl. 14:18

27 Smámynd: Kommentarinn

Grétar óháð hraða þá á fólk að halda sig hægra megin þegar það er ekki að fara að beygja. Vinstri akreinin er fyrir framúrakstur. Ef þú ert á 100 ertu að taka fram úr þessum á 90 svo þú ættir ekki að þurfa að fara fyrir aftan hann.

Þetta er svipað og hvernig rúllustigar virka erlendis. Þá eru þeir sem ætla að standa allir sömu megin svo þeir sem ætla að labba með geta tekið fram úr. Á Íslandi kann fólk hinsvegar ekki að nota rúllustiga á skipulagðan hátt.

Kommentarinn, 11.12.2010 kl. 14:59

28 Smámynd: A.L.F

Málið er það að fíflin í umferðinni flauta og keyra upp í rassgatinu á manni þó það sé hringtorg framundan eða vinstribeygja.

Það er vita ómögulegt að taka beygju á 90km en það eru ansi margir AUMINGJAR þarna úti sem ætlast til þess. Þessir aumingjar eru þeir sem væla "þú ert ekki lögga og átt ekkert með það að reyna að stjórna því hversu hratt ég keyri"

Furðulegasta við þetta er að ég er ekki að reyna að stjórna því hversu hratt aðrir keyra, ég er bara að keyra löglega og fara að taka 3/4 til 4/4 af hringtorginu og dettur ekki til hugar að gera það a´hraða sem getur valdið mér slysi.

Held að ef það sem íslendingar þurfi að læra í umferðinni er að það er engin að fara að ala þig upp, það er engin að spá í því að þú ert að keyra á ólöglegum hraða, þú ert ekki það MIKILVÆG persóna að aðilinn í næsta bíl velti því fyrir sér yfir höfuð hvað þú ert að gera eða hugsa.

Annars fékk ég nóg af fólki sem keyrir upp í rassgatinu á mér blikkandi og flautandi þegar ég var neydd til að taka hægri beygju á 75 úti á þjóðveginum (aðilinn fyrir aftan mig ætlaði sko ekki að hægja á sér þþó ég væri með stefnuljós). Eftir það er það vandamál þess fyrir aftan mig ef han fer aftan á mig ég eyk ekki hraðann. Fólk keyrir þá bara aftan á mig, ég er lögleg ég er í rétti ;)

BEST að taka það fram að ég er aldrei á vinstri nema ég sé að fara að taka stóran hluta hringtorgs eða fara vinstri beygju.

A.L.F, 11.12.2010 kl. 18:36

29 Smámynd: Hörður Þórðarson

Þetta er skemmtileg umræða. Ég ver eitt sinn bíladellukall og átti bíl sem lág ákaflega vel á vegi (núna er ég mótorhjólabrjálæðingur). Dag nokkurn fór ég út á aðalveg frá bílastæði verslunarmiðstöðvar. Náungi sem kom aðvífandi á aðalveginum var ekki alveg sáttur við þetta og taldi greinilega að ég hefði svínað á honum. Hann ók mjög nálægt afturendanum á mínum bíl og ég ók frekar greitt eins og ég átti stundum til á þeim tíma.

Ég hélt mínu striki og framundan var vinkilbeigja. Ég vissi að ég færi létt með hana á bílnum sem ég var á, en ég var ekki alveg viss hvernig gengi hjá náunganum sem kom á eftir. Það fór eins og við var að búast, hann náði ekki beygjunni, keyrði yfir kantinn og hafnaði út í grasi. Þetta vakti hjá mér mikla þórðargleði, "it made my day." 

Við skulum reyna að vera tillitsöm og þekkja okkar takmörk í umferðinni. Ég held að reglur sem eru til þess fallnar að greiða fyrir umferð og skapa enga hættu séu bara af því góða.

Hörður Þórðarson, 12.12.2010 kl. 01:17

30 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Mér leiðist það óskaplega þegar Íslendingar rakka sjálfa sig niður.  Mér leiðist svona tal um að Íslendingar séu öllum þjóðum síðri í hinu og þessu.  Vissulega má bæta umferðarmenninguna á Íslandi, en við erum ekki eftirbátar allra þjóða, auk þess sem það er svo nýtt að hér séu alvöru hraðbrautir með góðum að- og fráreinum að þjóðin er enn að venjast þessu.

Grétar er ágætt dæmi um mann sem greinilega er ekki orðinn skólaður í alvöru umferðarmenningu.  Það ætti að senda hann til Þýskalands og láta hann finna hvernig þjóðverjar taka á mönnum eins og honum.  Þar kemst maður einfaldlega ekki upp með að hanga í vinstri akrein.  Það fer enginn fram úr hægra megin og menn liggja bara á flautunni þar til fólk eins og Grétar sér sitt óvænna og færir sig í hægri akrein.

Það er alveg ljóst að ef það væri færra fólk í umferðinni sem hugsar eins og Grétar, þá gengi umferðin miklu betur fyrir sig.  Að lokum vil ég hvetja Grétar og hans líka til að lesa þær reglur sem gilda um þessi mál.  Þá sæi hann t.d. hvergi minnst á að ökumenn eigi að taka það sérstaklega að sér að keyra nákvæmlega á hámarkshraðanum í vinstri akrein til að hindra aðra ökumenn í að fara yfir hámarksraðann, og hann myndi sjá svart á hvítu að það sem menn eru búnir að vera að benda honum á hér fyrir ofan er allt rétt.

Theódór Gunnarsson, 12.12.2010 kl. 10:44

31 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Mælingar í sex ríkjum Bandaríkjanna hafa sýnt að heimild til hægri beygju á rauðu ljósi hafa fjölgað slysum á gangandi vegfarendum um 54% og hjólreiðamönnum um 92% á þeim gatnamótum, sem slíkt hefur verið heimilað. Hér kemur tengill inn á umsögn Landsamtaka hjólreiðamanna um þetta síðast þegar reynt var að koma þessari heimild í lög.

http://www.islandia.is/lhm/BrefLHM/2003/umsogn141203.htm

Fjöldi annarra aðila kom með neikvæða umsögn. Þar má nefna Umferðastofu, Örykjabandalag Íslands, Ökukennarafélag Íslands, Samtök tryggingafélaga, Samgöngunefnd Reykjavíkur, Íslenska fjallahjólaklúbbsins og Hjólreiðafélags Reykjavíkur. Ég geri ráð fyrir að hægt sé að finna þær umsagnir á veg Alþingis. Þær umsagnir segja mikið um það hversu glórulaust þetta væri.

Í umsögn Landamtaka hjólreiðamanna kemur einnig fram að goðsögnin um að þetta sé til mikils hagræðis og stytti raðir á annatíma eru misskilningur. Í því efni er til dæmis hægt að nefna að við þau gatnamót, sem lengstu biðraðirnar myndast eru með hægribeygjuakreinum og þessi lög munu ekki hafa nein áhrif á þær. Þetta gerir ekkert annað en að spara ökumönnum nokkrar sekúndur á gatnamótum utan annatíma.

Heimild til hægri beygju á rauðu ljósi hentar því mjög illa þeirri stefnu, "núlllausnar" í umferðamálum, sem stendur til að taka upp hér á landi. Hún gengur út á það að það þarf að "fyrirgefa" mistök eins og það er kallað. Það er að það þarf að gera bæði vegi og einnig umferðalög þannig úr garði gerð al líkur á að mistök manna, sem virða umferðalög, leiði til alvarlegra slysa séu lágmakaðar. Sú stefna gengur líka út á að ekki má fórna öryggi í umferðinni fyrir nein önnur markmið. Með öðrum orðum þá má ekki fórna umferðaöryggi fyrir það markmið að greiða fyrir umferð. Þetta lagafrumvarp mun gera nákvæmlega það.

Það er ástæða fyrir því að lög eins og þessi eru hvergi til í Evrópu. Það hefur ekkert með ESB að gera heldur einfaldlega faglega umferðalöggjöf, sem miðar af því að lágmarka fjölda umferðaslysa. Í Bandaríkjunum þar, sem þessi regla er víða í gildi eru umferðaslys á hverja 100 þúsund íbúa um það bil tvöfalt hærri en víðast hvar í Evrópu meðal annar sá Íslandi. Er það virkilega þangað, sem við ættum að leita fordæma í umferðamálum?

Sigurður M Grétarsson, 12.12.2010 kl. 13:33

32 Smámynd: Egill

Það að vera fífl innan ramma lagana er greinilega takmarkið hjá sumum, jafnvel þótt fífl skapi slys með því að vera fyrir og að pirra aðra í kringum þá.

vissulega ef heimurinn væri fullkominn, og enginn æki yfir hámarkshraða þá væri þeta ekki vandamál, en í umferðinni eru slys sjaldgæf miðað við fjöldann allan af bílum, ekki miða athæfi okkar útfrá einhverjum absúrd fátíðum atvikum og þræta fyrir með tilvitnunum í "svona á heimurinn ekki að vera".

 mæli heldur með að gefa sér það, að bílinn fyrir aftan þig sem er að blikka því þú ert á vinstri akrein, þegar það er pláss á þeirri hægri, sé með veikt barn sem er við það að deyja, nema foreldrið komist ekki til læknis.

ekki gefa sér eitthvað slæmt um allt og alla, og fara í löggu-þykjustuleik, farðu bara á þína akrein og hugsaðu um veika barnið, þér líður miklu betur, umferðin mun ganga betur, þeir sem stunda hraðaakstur í sífellu munu á endanum fá sínar sektir og allir strjúka kviðinn.

Egill, 13.12.2010 kl. 04:38

33 Smámynd: A.L.F

Egill.

Eðlilega á fólk ekki að vera að hanga á vinstri og stofna þannig öðru fólki í hættu.

En fólk á heldur ekki að víkja af vinstir sé það að fara að taka vinstri beygju bara til að þóknast þeim sem er fyrir aftan og liggur á. Ekki dettur mér það til hugar enda hef ég engan hug á að lenga ferð mína (með því að missa af beygjunni) bara til að þóknast öðrum.

Höfuð það í huga að flestar akreinar á höfuðborgarsvæðinu eru með vinstri og hægri beygjur út um allt, eða endalaus hringtorg því er vel hægt að áætla að sá sem er á undan þér sé ekki að ala þig upp heldur er aðilinn á þeirri akrein sem hentar þeirri leið sem hann er að fara.

Skil þetta aftur á móti á lengri köflum þar sem engin vinstri beygja er í langan tíma.

E.S.

Vil einhver vera svo elskulegur að útskýra fyrir mér hvers vegna fólk er haldið þeirri fyrru að sá sem ekur á löglegum hraða sé með það eina markmið að pirra þann fyrir aftan eða ala hann upp.

A.L.F, 13.12.2010 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband