Ég er nú ekki vanur að tuða yfir þessu, en fyrirsögnin "Leit hafin vegna torkennilegs ljóss" hentar vægast sagt ekki, þar sem leit var hætt í gærmorgun.
Leit hafin vegna torkennilegs ljóss | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hví virkar þetta ekki?
Leit var hafin. Þeir hófu leit. Orðið eitt og sér gefur ekki til kynna að þetta hafi gerst rétt í þessu.
Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 4.4.2010 kl. 17:58
Leit lokið hefði passað við heildar-myndina.
Það er verið að troða þátíð, nútíð og framtíð inn í grunnskóla-nemendur á Íslandi í mörg ár, og þó kunna þessir nemendur ekki meir þegar alvara lífsins tekur við?
Áfellisdómur á grunnskóla-kerfið og ekki seinna vænna að athuga hvað er verið að kenna, eða ekki kenna, í grunnskólum landsins! M.b.kv. Anna
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.4.2010 kl. 18:08
"Hófu leit vegna torkennilegs ljóss" væri betra, semsagt þátíð.
Anna Ragnhildur, 4.4.2010 kl. 21:28
Það má skóla þessa blaðamenn til í íslensku, málfarsvillurnar eru stundum svo fáránlegar að það keyrir um þverbak.
Ekki að ég sé snillingur í málfræði en mér finnst ekki gott að sjá íslenskri málfræði troðið um tær í fjölmiðlum. Þar ætti að vera gert hærra undir fæti en almennt. Ritstjórar ættu að taka þetta til sín og laga til, sjálfir, villupúki getur aldrei skilað réttri íslensku.
Sindri Karl Sigurðsson, 4.4.2010 kl. 23:41
Ingibjörg.
Finndist þér ekkert bogið við að sjá fyrirsögnina
"Jólahátið hafin" við frétt skrifaða í apríl sem fjallar um síðustu jól?
Gísli Sigurður, 5.4.2010 kl. 01:28
Og mikið rosalega er ég fylgjandi þessari athugasemd þinni Anna.
Eins og sagt úr mínum munni..
Gísli Sigurður, 5.4.2010 kl. 01:29
Þið eru það sem ég kalla, blablabloggara, rífist um hluti sem engin skilur!
Guðmundur Júlíusson, 5.4.2010 kl. 01:35
Þetta leiðinda snobb yfir íslenska málinu er alveg kostulegt. Mikið hlýtur það að hafa tekið á að venja fólk af rúnaletri í gamla daga. Eða hávamáli. Mál til komið að leggja niður þetta íslenska fornmál og setja á þjóðmynjasafnið innan um hinar beinagrindurnar....og fara að tala eins og fólk.
Óskar Arnórsson, 5.4.2010 kl. 01:57
Málfarið á mbl.is hefur verið mjög lélegt núna undanfarið. Pórfarkalesarinn er örugglega í páskafríi.
Það eru vímur úti að aka, það er skyggniskortur og svo eru póstar að vakta leiðina upp á fimmvörðuháls og ég veit ekki hvað og hvað.
Bjöggi (IP-tala skráð) 5.4.2010 kl. 12:58
Mér finnst þetta alveg til háborinar skamar hvernig blaðamen skrifa í dag, sjálfur var ég alltaf með 10 í íslensku í skólanum en fékk ekki vinnu sem blaðamaður, er bara einkaþjálfari í dag og er sá besti sem völ er á á íslandi í dag. með von um úrbætur bæði hjá mogganum og vísi.
Friðrik Gunnar Berndsen (IP-tala skráð) 5.4.2010 kl. 15:32
Þetta getur þýtt hvort tveggja "Leit er hafin" og "Leit var hafin", enda vantar sögnina "er" í fyrirsögninni. Þannig að það er ekkert rangt við þetta.
Friðrik Árni Friðriksson (IP-tala skráð) 5.4.2010 kl. 15:34
Sögnina "að vera" vantar vildi ég sagt hafa.
Friðrik Árni Friðriksson (IP-tala skráð) 5.4.2010 kl. 15:35
Þetta er best í heimi. Menn sem eru sér til háborinnar skammar og varla skrifandi á íslensku. Sem betur fer Friðrik minn fékkstu ekki vinnu sem blaðamaður :) þá værir þú ekki sá besti sem völ er á á á á á.
Hahaha (IP-tala skráð) 5.4.2010 kl. 15:40
Hvað er Hahaha að troða sér hér inn, ég segi nú ekki annað
Andskotans frekja og yfirgangur
Krímer (IP-tala skráð) 5.4.2010 kl. 20:34
Friðrik, þessi rök hjá þér eru svo sem alveg rétt samkvæmt íslenskum orðabókum.
Aftur á móti er ég að dæma málfar og framsetningu.
Það að segja að eitthvað sé hafið þegar því er í raun og veru lokið er hálf kjánalegt.
Það verður að viðurkennast.
Ég bendi á fyrstu athugasemd mína.
Og Guðmundur, ég bara verð.
Að tuða yfir tuði, er það ekki verra ? :)
Gísli Sigurður, 5.4.2010 kl. 22:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.