Til hvers var eiginlega verið að eyðileggja bíl sem var í fullkomnu lagi og tilvalinn í aukahluti?
Mátti bíllinn ekki vera öðrum að góðu?
Rosalega 2007 eitthvað og algjör hálfvitaskapur -að mínu mati.
Fyrir utan það að þessir veltubílar eru algjört rugl og peningasóun þar sem þetta snýst upp í skemmtun hjá ungu fólki.
Auk þess er þetta ENGAN veginn samanburðarhæft við alvöru bílveltu..
Svona tæki eiga heima í tívolíum en ekki í ökukennslu.
Ég er gáttaður.
ps. Af hverju þurfti nýjan bíl í þetta? Hvað var að hinum?
Örugglega á hvolfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mér er sama um þennan bíl ef bíl skyldi kalla... Þetta var/er VW og það er enginn bíll í mínum huga.
Um veltibíla yfirleitt hef ég efasemdir þar sem ég veit ekki hvaða tilgangi þetta á að þjóna nema þá kanski helst skemmtanalegs eðlis...
Kveðja
kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 4.3.2010 kl. 18:12
Volkswagen verksmiðjurnar og Hekla styðja verkefnið myndarlega með því að gefa bíl í verkefnið í hvert skipti sem nýr Golf er kynntur.
Bílarnir eru fluttir til landsins vélarlausir og án allra aðflutningsgjalda. Því er ekki heimilt að nýta þá að neinu leiti öðru en í forvarnastarfi. Því verður að farga þeim undir eftirliti tollayfirvalda og verður það gert bráðlega.
Skoðun þeirra sem standa að verkefninu er að skilaboðin um mikilvægi bílbelta skili sér vel til þeirra sem prófa bílinn, jafnvel þótt það sé nú dálítið skemmtilegt líka.
Guðmundur Karl Einarsson (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 18:18
Skiptir það að bíllinn var nýr virkilega öllu máli í fréttinni?!? Þessi vélarlausi bíll er líklega gjöf frá VW verksmiðjunum, ekki með rafkerfi og öllu dýra fíneríinu.
... og talandi um tívolí, ég hef kynnst slatta af ökunemum og satt best að segja þá eru þau ótrúlega óraunsæ um hvað gerist ef þau lenda í árekstri. Sum ætla t.d. að halda í stýrið ef þau keyra á eða velta. Svona snúningur gæti sýnt þeim að það er meira en að segja það, og að beltin eru nauðsynleg.
Doddi (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 18:22
Ok Guðmundur, þetta vissi ég ekki.
En þá spyr ég. Til hvers var gamli bíllin eyðilagður? Af hverju var hann ekki notaður lengur?
Gísli Sigurður, 4.3.2010 kl. 19:30
Það er vilji Heklu og Volkswagen verksmiðjanna að hafa alltaf current útgáfu af VW Golf á vagninum. Það er auðvitað mjög góð auglýsing. Auk þess slítur svona notkun bílnum mun hraðar en hefðbundin notkun og því var kominn tími á endurnýjun.
Guðmundur Karl Einarsson (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 19:51
Það eiga allir sem taka bílpróf að fá að losa beltið á hvolfi til að skilja hvað er í gangi. Þetta er ekkert búið þó að bíllinn sé stopp á toppnum.
En eftir að hafa lennt í hörðum árekstri og bílveltu og skoðað þennan golf þá get ég fullyrt það að hann sýnir engan vegin hvað bílvelta er og gefur ekki einusinni smjörþefin af því. En öll fræðsla er góð fræðsla en verst er hvað þessi nauðsynlega fræðsla er farin að kosta krakkana mikið. Það er engin fjárhagslegur gamanleikur að taka bílpróf í dag.
Stebbi (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 20:29
Sammála þér Gísli, þetta stakk mig líka. Ég tók eftir því að þessi bíll var með flottri leðurklæðningu, sem þýðir að þetta var engin verkamannatípa af ódýrari gerðinni .
Birgir (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 22:35
nákvæmlega Birgir..
Gísli Sigurður, 5.3.2010 kl. 02:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.