Færsluflokkur: Bloggar
Með tilkomu nýrra dælulykla (úff, ein tegund enn)
þarf viðkomandi bensínstöð, í þessu tilviki - ÓB, eða foreldrarnir - Olís,
að auglýsa nýja tækjabúnaðinn...
En þetta finnst mér heldur sparnaðarleg leið til þess...
(þ.e. að senda mogganum fréttatilkynningu )
Eitt enn...
Fyrir tíð ÓB dælulykla voru þeir með þar til gerð ÓB kort
sem þeir buðu viðskiptavinum. Með þeim fær maður 3 kr. afslátt en ekki 2 kr.
Hvort velur heilvita maður ?
Nýir ÓB-lyklar á markað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 11.8.2007 | 11:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hverskonar ritmál er þetta? Ekki er ég viss um að prófdómarar sæmræmdu prófanna
á Íslandi myndu nú samþykja þetta...
Þegar ég las fyrirsögn fréttarinnar langaði mig nú mest að klæða mig í
ofurhetjubúninginn minn og koma í veg fyrir slysið... Þ.e. hestaslysið..
Gísli Sigurður
Hestamaður fótbrotnar í Skagafirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 8.8.2007 | 19:35 (breytt kl. 19:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég veit ekki hvort ég myndi kallast fastagestur í Rafheimum,
en allaveganna ætti umsjónarmaður staðarins að kannast við svipinn á mér.
Í eitt af þeim skiptum sem ég var þar í skoðunarferð, barst vararafstöðin í tal.
Þar kom fram hversu mikið starfsmenn Landsvirkjunar hreinlega þoldu ekki húsið,
og biðu hreinlega eftir að það væri rifið, en Landsvirkjun sá aldrei ágóða þess fjármagns
sem notað yrði í það að rífa húsið, væri það notað í fyrrgreinda framkvæmd.
Þá var (að sjálfsögðu í gríni) spurt, hvort hreinlega væri ekki best að kveikja í byggingunni.
Safnstjórinn neitaði því nú ekki, og sagði okkur að best væri að koma
að næturlagi ef við myndum nú standa við stóru orðin.
Þess ber nú að varast að þetta var sagt í gríni.
Húsið er í dag notað sem hjól- og fellihýsageymsla fyrir starfsmenn OR & Landsvirkjunar.
Gísli Sigurður
Rífa á vararafstöðina í Elliðaárdal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 4.8.2007 | 13:28 (breytt 8.8.2007 kl. 21:01) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég er haldinn alveg ólýsanlegri breytingagirni.
Er alveg rosalega fyrir að breyta hlutum eftir hentugleika.
Dæmi um þetta er þegar ég ákvað fyrir nokkrum vikum
að mála herbergið mitt. Fór út í búð, keypti tvær ógeðslegar málningarprufur,
Skemmtilega rjómagulan og svo dekkri lit, eitthvað í líkingu við brúnt.
og ansi flottar höldur á skápinn (ætlaði sko aldeilis að fríska upp á hann).
Endaði með því að ég sletti smá blettum hér og þar á veggina, leist ekki alveg nógu
vel á það, þannig að ég ákvað að prufa aðra málningu.
Fór aftur út í búð, keypti í þetta sinn einhverja appelsínubrúnan lit
sem líkist niðurgangi úr einhverju fárveiku húsdýri, skellti fleiri litablettum á veggina.
Leist voða vel á það fyrst, en svo sá ég hvað þetta var hryllilegur litur.
Gat því ekkert annað gert en að velja fjórða litinn, og ákvað þá að velja gráan,
Hlutlausan og mjög fínan lit sem ég ætla nú að halda mig við.
Búinn að skvetta nokkrum blettum á veggina, og mig langaði að gráta þegar að ég gerði það.
Af hverju? Því að helvítis liturinn er einum tón ljósari en liturinn sem ég var með á veggjunum
fyrir þessa vitleysu!
Mig langaði að gráta...
Verst af öllu er það að ég er búinn að rífa niður loftljósin, sparstla og alltsaman.
Og ég nenni ENGANVEGIN að klára þetta...
Sumum hlutum á maður að sleppa.
Bloggar | 3.8.2007 | 21:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)