Draumórar Íslendinga um eigið ágæti...

Ég hef aldrei skilið þessa tröllatrú sem Íslendingar hafa á sjálfum sér.
Við höldum alltaf að við séum best, klárust, frábærust, gáfuðust og æðislegust allra mannvera! Ég fatta þetta ekki.

[...]telja að Ísland geti orðið í forystu við bindingu kolefnis í basalt. Sá iðnaður geti orðið jafn stór og olíuiðnaðurinn í framtíðinni.[...]

Jájájájájá, og við munum finna olíu og verða ríkust í heimi
og við munum gegna hlutverki alheimsmiðstöðvar gagnaflutninga milli Ameríku og Evrópu
og við munum eiga allt ál í heiminum
og við munum verða milljarðamæringar á því að markaðssetja vatn
og Magnús Scheving reddar icesave með latabæ
og við munum eiga flottasta tónlistarhús í heimi (ef það verður ekki rifið)

Við erum líka skv. gömlum fréttum rituðum á þennan hátt,

Best í heimi í tölvugrafík
Sterkust í heimi
Fallegust í heimi
Gáfaðri öllum mönnum alheims á sviði fjármála
Byggjum bestu húsin
Eigum grænasta grasið
Erum best í fótbolta (hahaha, ég hló upphátt)

Og svona mætti lengi telja.
En þegar öll kurl verða komin til grafar, og sögubækurnar verða skrifaðar, verða þær ekki skrifaðar svona, heldur eitthvað á þennan hátt;

Amaturar í tölvugrafík,
með fína kunnáttu í notkun stera
myndarlegri en allir íbúar suðurskautsins til samans,
Ofmetin á sviði gáfna
Sóa steypustyrktarteinum
Eru litblindir
og SÖKKA í fótbolta.

Getur einhver reynt að útskýra fyrir mér hvaðan öll þessi bjartsýni, ofmat, og hrærigrautur koma?

ps. Hvaða heilvita þjóð sættir sig við það að tví-gjaldþrota maður sitji heima með eina merkustu orðu íslandssögunar? FYRIR "EINSTAKA HÆFILEIKA Á SVIÐUM FJÁRMÁLA"
Er þetta eitthvað djók?

Latibær var aldrei gerður FYRIR Íslendinga, heldur UM Íslendinga.
Get over it, Ísland er lítið sker út í ballarhafi sem gegnir ENGUM tilgangi.


mbl.is Íslendingar í forystu við bindingu koltvíoxíðs í berg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Lastu ekki fréttina?? Það eru ekki Íslendingar sem halda þessu fram.

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.9.2009 kl. 08:16

2 Smámynd: Gísli Sigurður

haha, that's the spirit.. Er það satt af því að útlendingar sögðu þetta?

Þannig hefur nú líka oftast verið raunin með öll hin dæmin sem ég nefndi :)

Það íslenska í þessu er að grípa svona setningu, sem að hefur mjög sennilega verið sögð mjög ómerkilega án mikils fræðilegs bakgrunns, og pumpa það út úr henni að þetta sé eitthvað sem að gæti séð Íslendingum fyrir farborða um ókomin ár.

>Gullæði<

Gísli Sigurður, 7.9.2009 kl. 09:29

3 identicon

Þegar ég var í barnaskóla, þá var okkur sagt að á Islandi væru fallegust fossar í heimi, merkustu sögur veraldar ritaðar (fornaldasögur norðurlanda), fallegustu ( og ef ekk stærst) fjöll í heimi, vatnið er það besta í heimi og margir íslendingar trúa þessu enn. Nú eigum við bestu læknana?, bestu fjárfestana? og svo má endalaust telja. Okkur var uppálagt að leggja ekki of mikla áherlu við dönskunámið, því danir væru skíthælar, en það þarf ég ekki að fara nánar út í. Já, íslendingar hafa sína " komplexa", það er bara þannig.

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 13:33

4 identicon

En við erum sterkust í heimi - Íslendingar hafa unnið sterkasta mann heims 8 sinnum eða oftast alla.

Við erum fallegust í heimi - Íslendingar eru í topp 5 að hafa unnið Miss World í heiminum og þá er ég ekki að tala um miðað við höfðatölu.

Ég hef ekki hugmynd um hvort við séum góð í tölvugrafík nema ég veit að CCP er að gera mjög góða hluti í tölvuleikja bisnessnum.

Magnús Scheving er kannski ekki að bjarga Íslandi en hann er mikil og góð fyrirmynd fyrir aðra til að láta gott af sér leiða.

Ég myndi reyna að hugsa aðeins jákvæðar og ekki gera lítið úr góðum hlutum sem Íslendingar eru að gera!

Kjartan (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 15:41

5 identicon

Það er allt í lagi að vera bjartsýnn en síðan hvenær fóru íslendingar að skrifa íslendingur með stórum staf?  Þetta er að verða algilt á blogginu og sýnir annað hvor komplex eða bjartsýni eða ?

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 20:39

6 Smámynd: Gísli Sigurður

Orðið Íslendingur er sérnafn, og ber því að rita með stóru Í. Annað gildir um orðið íslenskt.

Gísli Sigurður, 7.9.2009 kl. 21:00

7 identicon

Það er aðeins eitt land í heiminum sem heitir Ísland og þess vegna er ÞAÐ sérnafn. OK.

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband