Taktu eftir Egill minn... þetta er

Þetta er hreint út sagt ótrúlegt að maður á hans aldri skuli haga sér svona.
Hohoho we are gaygaygay fólkið þarna, er ekki vinsælla en eurobandið, það er nokkuð ljóst.
Þúsundir Lundúnabúa sem fara á ball í Lundúnum þar sem Eurobandið treður upp ásamt ótal öðrum,
kunna sko ekki textann við þetta barbeque drekkta lag þeirra MC félaga.
Það er sko alveg deginum ljósara!

Ég skal viðurkenna það að þetta lag fannst mér ótrúlega gott (hohoho we say heyheyhey)
þegar að ég heyrði það í fyrstu skiptin, en svo þegar að maður fór að sjá meira af þessu fólki á bakvið það (og þá ítreka ég strákana) fékk maður alveg upp í kok, og það er ótrúlegt að fullorðið fólk skuli geta hegðað sér svona barnalega fyrir framan alþjóð án þess að átta sig á því hversu ótrúlega vonlaust það er að hegða sér svona ótrúlega óþroskað.

Agli finnst þetta vera skrípakeppni?  Ég hef eftir honum (sjá frétt) að ef við hefðum sent grínatriðið þeirra, (sem er barasta fúlasta alvara) þá hefðum við[Íslendingar] komist lengra en Eurobandið?

Þá er ég með spurningu fyrir þig kæri Egill: Manstu í hvaða sæti hún Silvía Nótt lenti?
Finnst þér frammistaða hennar í keppninni benda til þess að eurovision sé orðin að skrípakeppni?Hér með heiti ég þér því, að ef að Írland lendir ofar en Ísland í keppninni, þá mun ég taka böggur mínar af höfuðborgarsvæðinu og flytja til Akureyrar! (mér datt ekkert annað í hug)

Svo finnst mér svo hrikalega sorglegt hvað þetta fólk lítur stórt á sig.
Þetta lýsir engu öðru en óþroska, barnaskap og mörgu öðru. Misbresti í bernsku kannski?

Ég þekki fólk sem þekkir Egil, og hafði eftir honum að þetta væri svona "karakter" sem birtist í honum í sviðsljósinu..
Það hefur nú alveg komið á daginn að svo er ekki. Það sést svo greinilega í viðtölum sem þessum.
Sáuð þið MC á hlustendaverðlaunum fm957? Ég bókstaflega grét úr hlátri!
En um leið leið mér svo illa, mér varð flökurt að horfa á hreyfingar þessa fólks og hugsa til þess að þeir þorðu ekki að hætta á að Egill myndi slá feilnótu, eða Rakel myndi ekki heyra í mónitorunum og syngja því jafn rammfalskt og gaggandi hæna... aftur...
Þannig að þeir létu bara spila lagið af diski...
Það var kannski öllum fyrir bestu.

Núna ætla ég aðeins að úthýða Símanum.
Að nota svona atriði í markaðsherferð fyrirtækisins er brandari. Hefur verið brandari frá upphafi.
Ég fór frá símanum fyrir einhverjum árum síðan, og ég er himinlifandi.
Ég skil ekki alveg hvaða fólk Síminn heldur að það laði að sér í viðskipti með 10 metra hárri mynd af mesta egóista Íslands hangandi með 30 metra millibili í Kringlunni.
Kannski þessar stelpur sem eru að byrja að komast á grunnskólaballaaldurinn og rétt byrjaðar að fá Rósu frænku í heimsókn, en allaveganna eru það ekki ég, mínir vinir og kunningjar.
Ýta mér lengra í burtu, það er nokkuð ljóst.

Þessu má alls ekki taka þannig að ég sé eitthvað á móti MC og meðlimum þeirra.
Það sem ég er á móti, að fólk, venjulegt fólk (það skapar ekki sérstöðu að hafa unnið sér inn smá frægð) skuli hegða sér svona. Þetta gildir ekki bara um Egil og félaga, heldur allt fólk sem hefðar sér svona.
Þ.m.t. dísus kræst, ó mæ gooood, gvöööööð fólkið og þar fram eftir götunum.
Fólkið sem mætir í Hagkaup í pelsi fyrir 1.500.000kr á bíl fyrir 15.000.000kr sem það hefur engan veginn efni á, horfir svo á starfsfólk verslunarinnar, yglir sig og grettir og yrðir sig ekki á það, því það hefur ekki réttindi til þess að koma nálægt svona kóngafólki.

Þið skiljið mig er það ekki?

Og Egill? Mér þykir það rosalega leiðinlegt, en þú stefnir í þennan hóp.

Það eru allir jafnir! Þetta virðist sumt fólk ekki átta sig á.
Það er eins með þig, þú ert bara venjulegur. Þó fólk þekki þig, og að þú sért "köttaður í rusl og tanaður í drasl",  þá ertu bara venjulegur maður. Þú ert engum öðrum æðri og tapsæri þitt sker í augu og eyru almennings!

Ég held að ég sé búinn að pústa nóg núna, afsakið lengdina á þessu,
En að lokum;

Kæri Egill;
Vonandi hef ég ekki eyðilagt stolt þitt (ansi hæpið) með þessum ritum mínum.
Þetta blogg endurspeglar bara álit mitt á karakter þínum. Ég get ekki dæmt meira um þig, því ég þekki þig ekki neitt. Ég hef heyrt það að þú búir yfir góðri og skemmtilegri manneskju sem gaman er að hlýða á. Gerðu sjálfum þér greiða og leyfðu almenningi frekar að sjá hana heldur en þennan gúmmítöffara sem að fer meira overboard heldur en Silvía Nótt sjálf.

"Gillzenegger" er orðin þreytt gúmmítugga, og ef þú reynir að halda lífinu í henni lengur, þá endar það með því að þú þarft að fórna þínum eigin karakter í það.
Og það viltu ekki.
Það að þú hafir getað komið þér í svona gott form á þeim tíma sem þú gerðir, geta ekki allir.
Til allrar hamingju með það, og megi allir þínir kraftar(vóóó) beitast í það að hjálpa öðrum við að ná því takmarki. Gangi þér vel í World Class, og ég hlakka til að heyra meira af ÞÉR, en ekki hinum þarna... þessum þarna.. æi þú veist alveg hvað ég er að tala um.
Ekki láta "Gillz" éta þig...

Gangi þér allt í haginn.

Rakel:
Það gera allir mistök, þú ert ekki léleg söngkona, og þú ert æðislegur performer.
Má vel vera að mónitorarnir í Smáralind hafi verið bilaðir, en það á ekki að skyggja svona á þig.
Æfingin skapar meistarann!
Hlakka til að sjá þína (ykkar) næstu tónleika og athuga hvort þú treystir þér ekki til að syngja atriðið sjálf í staðin fyrir að láta spila það. Enn og aftur : Practice makes the skills!

Hinir meðlimir MC:
Gangi ykkur allt í haginn!

p.s. Ég biðst innilegrar afsökunar ef einhver hefur móðgast eða hlotið varanlegan (jafnvel tímabundinn) sálarskaða á lestri þessa bloggs. Hér er einungis um álit og skoðun mína á svona hegðun, ekki fólkinu sem stjórnar henni, heldur einungis hegðun þeirra sem um er rætt.

Virðingarfyllst
   Gísli Sigurður
   gisli@gislisigurdur.net


mbl.is Skilja ekki Júróvisjón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Auðvitað á enginn að móðgast við lesningu á færslunni, viðhöfum öll rétt á okkar skoðun. Það er málfrelsi á Íslandi. Það er bara vonandi að ef að einhver í bandinu rekst á færsluna að viðkomandi virði rétt annarra.

Drengurinn er bara eitt stórt ÉG (ekki samt ég, heldur hann skillurru hehe) og það gengur allt út á hann, han t.d. elskar að koma fram í sviðsljósið og segja eitthvað til að hneiksla fólk, en það virkar yfirleitt ekki nema kannski á einhverja heimavinnandi húsmóður í vestur bænum. Við hin vitum hvernig hann er og vitum að hann er bara að láta taka eftir sér og þarf athygli

"Það eru allir jafnir!"  segir þú. HE HE HE HE það finnst Agli ekki, hann er flottastur, skemmtilegastur, sætastur, flottasti kroppurinn og just name it. Hann er NR. 1. Eða það finnst honum og líkaljóshærðu horu'u meikdollunum. En okkur hinum ekki, við metum fólk eftir persónuleika, ekki lúkkinu...

Góð færsla hjá þér.

Linda litla, 11.5.2008 kl. 09:16

2 Smámynd: Gísli Sigurður

þakka þér fyrir, hélt hún væri of löng, en það hefur greinilega einhver nennt að lesa hana :)

En þetta er alveg rétt, hann verður aðeins að pæla í því að "Egill er ekki einn í heiminum" :)

Gísli Sigurður, 11.5.2008 kl. 09:37

3 identicon

Er hann ekki bara kominn með gráa fiðringin í heimi sjálfsdýrkenda? Gerist það ekki fyrr hjá þeim sem að sja ekkert nema hárlausa útlimi (og aðra limi), appelsínugulan húðlit, aflitað hár, uppblásna vöðva, gervibrjóst og píkur? Mér finnst þetta vera svo mikið grey eitthvað. Einn góðan veðurdag þá fattar hann þetta, en mér finnst textinn frá Wizard of Oz eiga eitthvað svo vel við hann: If only I had a brain

Linda (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 09:39

4 Smámynd: Gísli Sigurður

hahahahahahahahahahaha

það er alveg rétt hjá þér mundi ég halda...

ég væri til að Egill sjálfur myndi kommenta hérna til okkar og segja af hverju hann láti svona! Ef þú ert að lesa... ertu til í aðg era það ?

Gísli Sigurður, 11.5.2008 kl. 10:27

5 Smámynd: Anna Guðný

Hey, ég er ekki búin að lesa nema smá og þú segir að ef Írland verði ofar en  Ísland flytjir þú til Akureyrar!!!!! Var þetta hótun eða loforð??? Þú ert nefninlega jafnvelkominn hingað hvernig sem fer.

Og Linda min, hvaða skot er þetta á heimavinnandi húsmæður í vesturbænum  Annoyed And Disappointed 

ég er að vísu á eyrinni en þó heimavinnandi húsmóðir. Og hann hneykslar mig ekkert, ég fæ meira svona kjánahroll

Þó ég setji þetta nú í gríni hér þá er ég alveg ofboðslega sammála ykkur.

Hverju orði.

Eigiði góðan dag.





Anna Guðný , 11.5.2008 kl. 10:53

6 Smámynd: Gísli Sigurður

haha takk fyrir það...  þetta var loforð :) alls ekki hótun...

Gísli Sigurður, 11.5.2008 kl. 11:06

7 Smámynd: Tiger

   Fínasta færsla, ekkert of löng og bara skondin. Ég er nokkuð sammála þér með allt sem þú skrifar þarna, líka með símann. Vel gert!

Eigðu ljúfa helgi góurinn og takk fyrir innlit hjá mér.

Tiger, 11.5.2008 kl. 11:44

8 identicon

Ég er eiginlega sammála þér í öllu, nema örfáu.

Mér finnst þessi auglýsingaherferð nokkuð góð hjá Símanum.  Efast stórlega um að við séum markaðshópurinn, en þetta hlýtur að virka á grunnskólakrakka og shallow fullorðið fólk. En alltaf þegar maður heyrir lagið Meira frelsi, þá fer maður ómeðvitað að hugsa um Símann. Og þótt að maður sé ekki hjá Símanum, þá hefur þetta samt áhrif ef maður ætlar að fara að kaupa sér eitthvað símatengt. Hvað kemur þá fyrst upp í hugann? Jú, Síminn. Þetta er komið doldið í undirmeðvitundina manns. 

 En út í annað. Gellan í MC heitir Rebekka en ekki Rakel. Og mér finnst þú helvíti nice við hana miðað við Gillz. Mér finnst hún ekkert skárri. Líkur sækir líkan. Það er bara ekki komið almennilega á yfirborðið enn, held ég. Og já hún kann ekki að syngja, Fuck monitorana.  Hún kann ekki að syngja.

Ekki segja mér að útlit hennar hafi svona góð áhrif á þig að þú gagnrýnir hana varla neitt? 

Sigga Th (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 12:11

9 identicon

Góð færsla og sammála mörgu þarna.Alveg kominn tími á það að maðurinn sætti sig við orðin hlut og láti sér linda annað sætið....."sár í 5.mín." og enn að rifja þetta upp mörgum vikum seinna.....ekki eru 5.mín.svona langar hjá mér.

Júlíus Már Baldursson (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 13:37

10 identicon

Egill æfir ekki í world class :)

Anna (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 17:29

11 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Haldiði virkilega að hann sé hringjandi í alla blaðamenn landsins og heimta að fá að tjá sig í 100asta skiptið um hvað honum finnst um júróvision lagið?

Það er alltaf verið að spyrja hann að þessu og á hann þá að breyta um skoðun og segja að lagið sé orðið frábært núna.....

Hann fílar ekki lagið og finnst mér það bara alls ekkert skrítið.

Annars er svo mikið um staðreyndarvillur í þessum pistli þínum að ég nenni ekki að leiðrétta þig í alla nótt.

Kannski eitt:"Það sem ég er á móti, að fólk, venjulegt fólk (það skapar ekki sérstöðu að hafa unnið sér inn smá frægð) skuli hegða sér svona. Þetta gildir ekki bara um Egil og félaga, heldur allt fólk sem hefðar sér svona.
Þ.m.t. dísus kræst, ó mæ gooood, gvöööööð fólkið og þar fram eftir götunum.
Fólkið sem mætir í Hagkaup í pelsi fyrir 1.500.000kr á bíl fyrir 15.000.000kr sem það hefur engan veginn efni á, horfir svo á starfsfólk verslunarinnar, yglir sig og grettir og yrðir sig ekki á það, því það hefur ekki réttindi til þess að koma nálægt svona kóngafólki." Er semsagt allt í lagi að "óvenjulegt" fólk hagi sér svona? Hverjir eru það nákvæmlega sem meiga það? Hvenær er frægðin nógu mikil?

Þórður Helgi Þórðarson, 12.5.2008 kl. 01:37

12 identicon

Afhverju ertu að verja Rebekku (Rakeli) svona mikið ? :S Hún er alls ekki skárri en Egill, hún lítur líka svona stórt á sig. En vá hvað var fyndið að horfa á hlustendaverðlaunin! ALLIR sem komu fram sungu! (að ég tók eftir allavega) en þau hreyfðu varirnar.. frábær árangur hjá þeim.. og að segja að þau séu frægari en eurobandið, já þau eru það ef hópurinn sem er miðað við er 11-14 ára. Þau eru alveg flott og allt það, en að halda að þau séu með einhverja tónlistarhæfileika! Það sýnir bara hvað þau líta öll stórt á sjálfa sig, halda að þau séu góð í öllu..

Bryndís (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 15:04

13 Smámynd: Gísli Sigurður

Þórður!

"[...]Er semsagt allt í lagi að "óvenjulegt" fólk hagi sér svona? Hverjir eru það nákvæmlega sem meiga það? Hvenær er frægðin nógu mikil?"

Þú talar eins og fólk verði óvenjulegt við það að verða frægt.
Það er ekki rétt. Frægt fólk er venjulegt fólk, sama hversu ótrúlega frægt það er.


Egill er ekki óvenjulegur! nema að því leiti að hann er Egóisti #1 á Íslandi.

Það mega allir haga sér svona, en það ætti enginn að haga sér svona, því Lalli Johns, Steingrímur Njálsson, Ég, Björgvin Halldórs, Ólafur Ragnar Grímsson, George Bush, Freyja úr FG og EGILL erum venjulegt fólk, sama hversu vont, gott, slæmt fólk það er, hversu margar syndir það hefur drýgt, fólk er fólk. Og enginn er öðrum æðri, sem Egill virðist ekki fatta!

Gísli Sigurður, 12.5.2008 kl. 21:39

14 identicon

Vá.... Bitur... Eins og einhver sagði fyrir ofan þá eru of mikla staðreyndavillur til að nenna að laga þetta. Ég get ekki almennilega rökstutt (eða nenni því ekki) af hverju þú og þín færsla pirrar mig svona mikið en hún gerði það svo sannarlega..! Auðvitað er málfrelsi en eitthvað virðist þú nú bitur. Finnst algjör óþarfi af þér að vera að dæma fólk, hvernig sem það er. Þú ert sjálfur að gera lítið úr öðru fólki, nærð að gera lítið úr Akureyri(sama hvað þú segir) og svo bætir upp með þetta og lætur þig líta út sem yndislegan dreng með því að ,biðjast afsökunar, í endann... Hef alls ekkert á móti þér en þessi færsla pirraði mig einfaldlega.

Ps. og ég er ekki nýkomin á grunnskólaballaaldurinn þó ég sé reyndar ekki byrjaður á túr(svona þar sem ég er karlmaður)

Það var eitt sem ég var reyndar mjög sammála. Og það var að allir á hátíðinni stóðu sig vel og sungu sín lög NEMA MC þar sem AUGLJÓST var að hún mæmaði...

Karl Magnús (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 01:16

15 identicon

ég nennti ekki að lesa þetta.. sá bara að þetta er geðveikt langt.

þú ert ekkert smá bitur.. 

Jenni (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 02:02

16 identicon

heyheyr ég er svo sammála þessu,, hallo egill er allveg myndarlegur strakur en þetta er að verða ógeðslega þreytandi!!!:S jesuss..

og rakel .. eg er ekki að fýla hana sem söngkonu..

það er ekki að heilla mig og elsku drengur vertu nu ekki að gera lítið af akureyr, þó svo ég efist um að meiningin væri sú!.. en bara vel gert! ég er rosalega ánægð að e-h komi loksins og segi sína skoðun það eiga allir rétta á því er svo sannarlgea sammála þér..

Við og fleiri erum orðin þreytt a GILZ og það eru margir sammala þvi..!!

vertu þú sjálfur

Kolla Sif (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 02:32

17 identicon

heyrst hefur nu að norðan af stelpu sem var baksviðst að strákarnir hafi pissað i glas og sett bjor úti og gáfu ungri stelpu þetta til að drekka!!!... hverju ógeðslegt er það!!... þetta er fljótt að fréttast strákar..

nafnlaust (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 11:21

18 identicon

Mér finnst þessi færsla hjá þér missa svolítið marks. í fyrsta lagi hefur hann sýnt að hann er frábær markaðsmaður. Hann er fyrst og fremst að koma sjálfum sér á framfæri og er örugglega að hafa fínar tekjur. Bæði við sjónvarp, einkaþjálfun og nú í spilamennskunni. Þetta er maður sem er að mennta sig og gera fína hluti. Ekki má gleyma að fyrir utan slæmt orðbragð á köflum er hann að vissu leyti góð fyrirmynd fyrir unga krakka. Hefur ekkert ósvipuð áhrif og scheving.

Þannig ég er nú viss um að ef hann les þetta hlær maðurinn af þessari færslu.

Mjög óvandað allt saman . 

Freyr Arnórsson (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 12:10

19 identicon

eg komst bara ekki hja þvi að kommenta hja þer;d... en  mer finnst M-club, bara helviti montin með sig:'D mer finnst það bara fyndið að stæla basshunter með myndbandinu "meira frelsi"... eg hef ekkert  a moti þeim en þau eru með fkn mikið egó;'D...l8teeer!:)

ég (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 14:34

20 identicon

haha sammála seinasta viðmælanda, hélt að ég myndi ekki nenna að lesa þetta enn maður gat ekki hætt, mjög mikið satt í þessu

Aron (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 15:36

21 Smámynd: Gísli Sigurður

Bitur? hahaha

Ef þið hefðuð nennt að lesa þetta allt hefðuð þið fattað að ég er að dæma hegðun, ekki fólk... HEGÐUN! Ég dæmdi Egil ekki neitt, ég dæmdi hegðun hans og annarra sem hegða sér eins og hann!

Gera lítið úr Akureyri? Þið hljótið að vera afbrigði af rauðsokkum!
Hálf ættin mín býr, bjó eða kemur að norðan, og ég bjó fyrir norðan í dágóðan tíma og hlakka til að gera það aftur...

Skemmtið ykkur vel, ég nenni ekki að kommenta á einhverjar svona athugasemdir sem falla um sjálfar sig.
"..að ég nenni ekki að leiðrétta..." blabla what?
þetta er eins og þegar að leikskólabörnin segja,
Af því bara! ég má það! Af því bara! Bara af því að ég segi það :)

Gísli Sigurður, 14.5.2008 kl. 17:28

22 Smámynd: Gísli Sigurður

eins og þetta:

"ég nennti ekki að lesa þetta.. sá bara að þetta er geðveikt langt. þú ert ekkert smá bitur.. "

Hmmmm...? Hvernig ættirðu að hafa nokkra skapaða hugmynd um hvað ég er að tala um í textanum, eða hvort ég er bitur eða stoltur, ef þú last ekki einu sinni textann?

Ég dái svona fólk fyrir að nenna þessu :)

Gísli Sigurður, 14.5.2008 kl. 17:31

23 identicon

er engin að hlusta a það sem eg er að reina að segja!!!.. góð fyrimynd eru að pissa i glös og blanda saman við bjor og gefa litlum stelpum að drekka þessa sást til í v.i.p herberginu a ak seinustu helgi FKN góð fyrirmynd.. hefði eg seð þetta hefði eg drepið þau

fokn ego sem halda að þau seu e-h flott 

nafnlaust (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 00:24

24 identicon

AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAltof mikill frítími .....einbeittu þér bara að sjálfum þér .....

steini (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 01:49

25 Smámynd: Gísli Sigurður

Frítími? Ef að þessar rúmu 15 mínútur sem það tók mig að skrifa þetta eru of mikill "frítími" í þínum huga, þá sárvorkenni ég þér og þykir voða leiðinlegt að einstaklingur eins og þú getur ekki lifað lífinu, sem hann getur alls alls alls alls alls alls ekki ef hann hefur ekki 15 mínútur til aflögu hvern þann sólarhring sem vegur 1425 mínútum þyngra en þessar 15.
(sem eru að sjálfsögðu, allir)

til gamans má geta að 15 mínútur rétt ná því að vera 1 prósent af sólarhringnum.

Gísli Sigurður, 15.5.2008 kl. 09:02

26 identicon

Fólk sem fer illa með annað fólk pirrar mig meira en fólk með stórt egó. Þessi pissusaga er nú eins og hver önnur kjaftasaga. Egill er því ekki fyrir mér og finnst mér í mesta lagi hann vera snillingur í markaðssetningu. Hann má hafa breitt bak fyrir allt þetta illa umtal og líklega hefur hann það. Þó ég sé næstum alltaf ósammála honum þá er langt því frá að ég dæmi hann heimskan. Menn geta sagt ýmislegt heimskulegt en það þarf ekki að þýða að þeir séu heimskir og síðan geta þeir verið ólíkir manni sjálfum og það þarf heldur ekki að þýða að þeir séu heimskir.

eó (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 18:30

27 identicon

haha gisli þu ert  bara snillingur!..eei þu steini! þinn fritimi er þa prbly að vera a svona siðum :'d  en eg þust þetta er  blogg! :'D ekki some frettaskot;'D l8taah!

ég (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 11:35

28 identicon

þessir drengir verða lengi að býst ég við. búum okkur undir að heyra sögur af glysnegra og hansaplast forsprökkum skallanna.is

Audioholic (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 13:23

29 identicon

HEYR HEYR!

anita. (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband