Hún vissi það vel að lögreglan annaðhvort fengi piss eða blóð úr henni á endanum,
Til hvers streittist hún á móti ? Hún braut lög, og var með vesen. Að sjálfsögðu er
rangt að beita konu í þessu tilviki ofbeldi (og í öllum tilvikum að sjálfsögðu)
Hún hótaði lögreglukonum að rífa úr þeim legið !? Ég hef litla samúð með þessari konu,
alveg þótt að löggan (e. hjúkrunarfræðingur/læknir) hafi troðið röri upp í þvagrásina á henni.
Það var val konunnar, hún fékk tvo valkosti (býst ég nú við)
1.) Pissa, og ekkert vesen...
2.) Erfiðari leiðin.. sem hún og valdi.
af hverju er fólk að vorkenna kellu ?
Konan beitt ofbeldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heyr, heyr!!!
Janus, 23.8.2007 kl. 10:46
Ég held það sé ekkert verið að vorkenna kellu, heldur eingöngu verið að krefjast þess að þegnar landsins séu ekki beittir ofbeldi og pyntingum þrátt fyrir að þeir brjóti af sér.
Harpa Heimisdóttir (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 10:48
Er ekki í lagi heima hjá þér?
bingó bjössi (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 11:01
jú jú, allt í stakasta - af hverju spyrðu?
Harpa Heimisdóttir (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 11:10
Sammála, hér er ekki verið að tala ofbeldi eða pyntingu, bara neyðarúrræði.
Konan getur sjálfri sér um kennt og vonandi láta aðrir sér þetta að kenningu verða.
Arnþór Guðjón Benediktsson, 23.8.2007 kl. 11:22
Þú hlýtur að vera að grínast??!!
Þetta er gróft kynferðisbrot af hálfu embættis. Segjum að "kella" hafi verið edrú. Hvað þá? Bara taka því að gyrt sé niðrum mann, aðskotahlut stungið prívatið, og málið dautt?
Nei, það þurfa að liggja ansi miklir hagsmunir, eins og þjóðaröryggi, til að svipta fólk svona æru og mannréttindum. Settu sjálfan þig í hennar spor.
Einar Örn Ævarsson, 23.8.2007 kl. 11:25
Hvaða bull er þetta ég er viss um að ef að einhver væri að troða þvaglegg upp í tittlinginn á þér myndir þú líka hóta ýms, land þar sem að svona aðferðir þykja í lagi er ekki gott land að búa á tilgangurinn helgar ekki meðaliði í þessu máli er ég hræddur um.
Skúli Þór (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 11:28
Er fólk virkilega svona takmarkað? Það er enginn að vorkenna þessari konu, heldur er verið að tala um hversu langt lögreglan getur gengið þegar svona stendur á.
Eins og marg oft hefur komið fram, og flestir ættu að vita, þá kemur að því að fólk þurfi að pissa, og að beita svona hörku og ofbeldi er undir engum kringumstæðum réttlætanlegt. Ef þetta er rétt sem komið hefur fram í fjölmiðlum, þá á að reka lögreglufólkið sem að tók þátt í þessu og svipta þeim skottulækni leyfið sem að gaf grænt ljós á þetta.
ex354 (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 11:37
heyr heyr,,, halda allir að þetta hafi verið það fyrsta sem lögreglan gerir?? Hún hlítur að hafa verið með læti þegar þeir biðja um þvagsýni, annars hefði þetta ekki gengið svona langt, rétt eða rangt af hálfu lögreglu veit ég ekki en þeir þurftu að fá sýnið og þetta er hennar val ekki þeirra!! Ef að svo langt gengur að lögbrjótur er "pyntaður" þá er það vegna þess að sá hinn sami hlítur að vilja fela eitthvað og ekki viljað gefa upplýsingar góðfúslega!! Á þá sá hinn sami að geta gengið út frá lögreglu án þess að hafa veitt þær upplýsingar sem lögregla krefst??
Einsog þú segir þá hefur fólk val! og þið sem eruð svona á móti þessum aðferðum lögreglu, getið þið þá komið með uppástungu hvað þeir hefðu átt að gera???
Gísli (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 11:49
Mér finnst nú alveg skýrt að þessi kona var/er ekki alveg heil og líklega af völdum einhverja efna eða áfengis. Þess mikilvægara að gæta hennar hagsmuna. Hún var ekki með sjálfri sér þarna, hafði augljóslega ekki vit á því að vinna með lögreglunni. Fólk sem er veikt á geði, þarf að hlúa að. Ofbeldi leysir pottþétt ekki neitt.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 23.8.2007 kl. 11:56
hvað er þetta nanna ? hún hefur bara verið full ;),þó rétt lætir það ekki meðferðinna á henni ,löggan er agaleg stundum
kaptein ÍSLAND, 23.8.2007 kl. 12:11
Afhverju er verið að kalla hann Gísla klikkhaus og að hann sé með kvenfyrirlitningu og blabla. Hann hefur bara ákveðna skoðun á þessu máli og hefur fullan rétt á að koma með hana hér á mbl.is án þess að þið rakkið hann niður.
Það er bara þannig að í þessu máli var nauðsynlegt að taka þvagsýni til að skera úr um hvort hún hafi keyrt bílnum á ákveðnum tíma. Þessar upplýsingar er ekki hægt að fá með blóðsýni, þar sem töluverður tími var liðinn frá handtöku. Lögreglan var búin að byðja hana í tvö klukkutíma um þvagsýni og neitaði. Hvað á að gera í svona málum? Ef fólki er leyft að neyta þvagsýnisprufum gera það nottlega allir. Þá er ekki hægt að sanna nokkurn skapaðan hlut.
Mikið af þessu fólki sem er að skrifa hérna á mbl.is núna er einmitt sama fólkið og vill harðari refsingar fyrir hraðakstur og leyfa lögreglunni að setja naglabelti fyrir mótorhjólaökumenn sem er það sama og taka þá af lífi. Í þessu tilviki var konan greinilega mjög ölvuð eða undir áhrifum fíkniefna og því stórhættuleg umhverfinu. Á að leyfa svona fólki að sleppa að gefa þvagsýnisprufur? Hvað átti lögreglan að gera að annað en hún gerði? Hún var búin að reyna tala fyrir konunni í tvö klukkutíma. Ef hún hefði sofið þetta af sér þá hefði ekki lengur mælst í henni áfengismagn og hún hefði sloppið.
Boggi (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 12:26
Hérna er 2. mgr. 47. grein umferðarlaganna:
Lögreglan getur fært ökumann til rannsóknar á öndunar-, svita- og munnvatnssýni eða til blóð- og þvagrannsóknar ef ástæða er til að ætla að hann hafi brotið gegn ákvæðum 2. eða 4. mgr. 44. gr., 45. gr. eða 45. gr. a eða hann neitar lögreglunni um að gangast undir öndunarpróf eða láta í té svita- eða munnvatnssýni eða er ófær um það.
... Ökumanni er skylt að hlíta þeirri meðferð sem talin er nauðsynleg við rannsókn skv. 2. mgr.Fransman (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 12:26
Það er aldeilis að maður fái viðbrögð... mér finnst það æðislegt.
Konan framdi lögbrot. Til að ákvarða refsingu konunnar þurfti lögreglan að fá úr konunni þvagsýni, sem og hún neitaði að gefa. Lögreglan, eins og áður hefur komið fram, grípur ekki strax til slöngunnar sem troðið óþægilega upp í þvagrásina á fólki, heldur er það neyðarúrræði.
Að sjálfsögðu var hægt að bíða þangað til að konan þurfti að pissa,
en þá er áfengismagnið sem mælist búið að lækka töluvert.
Margir nota þá afsökun sem skjöld, að þá hefði verið hægt að reikna út áfengismagnið sem ætti að hafa verið til staðar þegar að brotið var framið.
En lifur manneskja er ekki alltaf jafnfljót að vinna úr áfenginu sem fólk neytir.
Þess vegna hefði ég getað drukkið jafnmikið og konan, lifrin í mér fljót að vinna úr því, og áfengismagnið í mér eftir 5 tíma mælist verulega mikið minna en það sem mælist í konunni.
ÞESS VEGNA NOTAÐI LÖGREGLAN ÞETTA ÚRRÆÐI!!!
Hugsa málið til enda.. gott fólk
Gísli Sigurður, 23.8.2007 kl. 13:38
Mér fynnst þetta ógeðslegt .. það sem á að gera í svona einstaka dæmum
er að þeir sem láta svona og vilja ekki gefa þvagprufu eiga að gerast automatiskt sekir og missa prófið í einhvern x tima og sekt ! ekki flóknara
en það !
Danni (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 13:41
"getið þið þá komið með uppástungu hvað þeir hefðu átt að gera???"
Já. Slaka á, fá sér kaffi, loka hana inni með fötu og bíða. Svo einfallt.
ex354 (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 13:58
"áfengismagnið í mér eftir 5 tíma mælist verulega mikið minna en það sem mælist í konunni."
.
Þarna sýnir þú hversu lítið þú veist um þetta. Það er hægt að reikna út áfengismagn í þvagi eftirá. Þeas, þeir geta séð hversu mikið áfengi var í konunni fyrir 5 tímum.
ex354 (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 14:03
Ath EX354
"áfengismagnið í mér eftir 5 tíma mælist verulega mikið minna en það sem mælist í konunni."
.
Þarna sýnir þú hversu lítið þú veist um þetta. Það er hægt að reikna út áfengismagn í þvagi eftirá. Þeas, þeir geta séð hversu mikið áfengi var í konunni fyrir 5 tímum." .....
Greinilegt að þú last ekki allan textann minn.Taktu eftir því að lifur manna vinnur ekki öll á sama hraða,
alveg eins og fólk keyrir ekki á sama hraða á Reykjanesbrautinni,
Þess vegna er ekki hægt að reikna nákvæmlega út, hve mikið áfengi var í blóðinu ÞEGAR BROTIÐ VAR FRAMIÐ..
Alveg eins og ég gæti ekki reiknað það út hvenær maður sem kemur í keflavík kl 14:00 lagði af stað.. því ég veit ekki HVE HRATT maðurinn keyrði... skilurðu mig ?
Gísli Sigurður, 23.8.2007 kl. 14:35
Smá viðbót..
Að sjálfsögðu er hægt að reikna það út, en það er ekki nógu nákvæmt.
Konan gæti notað það sér til varnaðar þegar réttað verður í málinu.
Og ef til vill gæti hún fengið þvagsýnið fellt niður sem sönnunargagn,
vegna ónákvæmis niðurstaðanna... og þá væri lítið hægt að gera við konuna.
Þess vegna skil ég ákvörðun lögreglunnar mjög vel
Gísli Sigurður, 23.8.2007 kl. 14:38
Hver er þessi Blogg mánaðarkattarins? Rosalega ertu dónaleg. " klikkhaus" "asni" " ;),farðu nú aftur til mars eða uranus þar sem þú átt heima ex354" Ekki mjög málefnaleg.
"hvað er þetta nanna ? hún hefur bara verið full ;),þó rétt lætir það ekki meðferðinna á henni ,löggan er agaleg stundum "
Síðast þegar ég vissi var áfengi vímuefni. "Bara fullir" eru ekkert endilega með sjálfum sér og það hlýtur að vera að hún hafi ekki verið með sjálfri sér fyrst hún hagaði sér svona.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 23.8.2007 kl. 14:45
Vertu ekki svona vitlaus, þetta snýst ekki um að vorkenna. Hér voru lög brotin og hún var beitt ofbeldi, það er það eina sem skiptir máli. Burt séð frá því hvernig hún hagaði sér.
Anna Lilja, 23.8.2007 kl. 16:24
Vona að þú sért ekki að kalla mig vitlausa. Þetta snýst um að þessi kona fékk ranga meðferð(var beitt ofbeldi) á þeim forsendum að hún hagaði sér ekki eins og hún átti að gera.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 23.8.2007 kl. 16:27
Hvort er alvarlegra... að hún hafi verið neydd til að gefa lögreglunni þvagsýni, sem er algjörlega réttlætanlegt,
EÐA
að konan stefndi lífi ótal fólks í hættu með því að keyra haugafull?
Er það algjörlega gleymt mál? Að konan hafi brotið grafalvarleg lög,
sem áður hafa verið brotin á sama hátt, nema það að þá LÉST fólk !!
LÉST!! Fékk ekki þvaglegg gegn vilja sínum.. heldur var MYRT!
Að sjálfsögðu ekki að yfirlögðu ráði, en morð kallast það.. af gáleysi.
Svo eru allir að veina yfir því að löggan hafi neyðst til að gera þetta til að sanna afbrot konunnar!? er ekki í lagi ?
Gísli Sigurður, 23.8.2007 kl. 18:21
Það er enginn að segja að hún ætti að komast upp með það að gefa ekki sýni, né er fólk að segja að það sé í lagi að keyra drukkinn og setja aðra í hættu. Ég hef hvergi séð fólk réttlæta það. Spurningin hinsvegar er, hver á meðferðin að vera? Hefði meðferðin eins ekki getað verið að loka hana inni og bíða eftir því að hún þurfi að pissa í stað þess að girða niður um hana, halda henni niðri, glenna í sundur fótleggina og troða legg upp í þvagrás? Eða kannski bara láta dómara dæma hæfilegan dóm fyrir að haga sér svona.
Það er harkan og virðingarleysið sem fólk er gáttað á. Að ákvörðunin hafi verið tekin að meðferðin ætti að vera þessi vekur upp spurningar varðandi ákvörðunarvald og hversu langt má fara. Hvar eru takmörkin? Hefði verið í lagi að sprauta hana niður til að ná þvagi? Rota hana? Hengja hana á krók? Skjóta hana? Hvað má niðurlægja og meiða fólk mikið? Hvað er réttlætanlegt?
Þetta framferði lögreglunar og hjúkrunarfólksins var út úr kortinu. Svona mega verðir laganna og starfsfólk sem að maður á að geta treyst ALDREI haga sér og sérstaklega ekki þegar þeir eru að eiga við óábyrga aðila og aðila sem eru ósjálfbjarga og viti sínu fjær af neyslu.
ex354 (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 18:52
jamm þó er þetta ekki réttlætannlétt
vúlkan (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 18:56
svona agaleg meðferð á fólki ,þetta er agalegt
vúlkan (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 18:59
EX354..
Ég verð bara að segja, hvað hefði konan gert hefði hún verið lokuð inni?
hún hefði ekki gefist upp... hún hefði pissað á gólfið.. pissað á sig..
og þá er nú ekki mikið sem löggan græðir á að loka hana inni..
Svo vita fáir hvað gerðist .. konan kemur bara fram og ber þetta á lögguna.
Ég stórlega efast að það sem hún hefur sagt hafi verið alveg 100% á rökum reist
Gísli Sigurður, 23.8.2007 kl. 19:28
hæ frændi minn, athyglisvert blogg..
uu ég las voða litið af þessari frett bara fyrirsögnina og smá meir.
Mér finnst nú ekkert kynferðisbrot að stinga priki uppí pjölluna á einni kjellu þegar hun er að hóta að rífa leg ur lögreglukonum og drepa börnin þeirra :S
og þetta er örugglega ekki það fyrsta sem löggan ákvað að gera eins og einhverjir hafa bent á.
og plús eitt, ef ekki er virðing fyrir lögreglunni í landinu hvernig endar þetta þá ?
ekki það að löggan sé sanngjörn alltaf en þetta er sanngjarnt, finnst mér ;)
en ég heyri i þer seinna bara :D bæbæ;*
p.s. strákurinn í spron auglysingunni er pinu likur þér :') tíhí
Inga Ragna (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 19:35
þú ert agalegur líka gísli ,karlrembusvín
vúlkan (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 19:35
Hvernig mögulega getur þetta talist til karlrembu og kvenfyrirlitningu?
Ég væri búinn að skrifa nákvæmlega sömu athugasemdir þó um karlmann
hefði verið að ræða. Ef þú getur ekki svarað athugasemdum mínum með
rökum sem við einhvern raunveruleika hafa að styðjast.. þá skaltu sleppa því.
takk
Gísli Sigurður, 23.8.2007 kl. 19:42
þú ert líka að tala ílla um konu ,það er agaleg karlremba,ætti að híða þig 30 svipuhöggum
íris (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 19:55
Þú þarft 2 blóðprufur eða 2 þvagsýni til að reikna þetta út, oftast með 30 mín millibili. Þá sést hversu mikið líkaminn braut niður á tímanum og því hægt að reikna út áfengismagn einstaklingsins þegar brotið var framið
Atli (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 19:55
eruði að grína eða ! hann er ekki karlremba ! skítið í píkurnar á ykkur djöfull eruði þroskaheftar ! þekkið hann ekki rass í bala og hann er bara að segja sannleikann ekki að tala e-ð niðrandi um konuna! þú getur bara látið híða þig heimska gerpi ! hann er æði og hann hugsar meira um alla en sjálfan sig sama hvaða kyn það er ! Þannig EKKI VOGA þér að kalla hann karlrembu !
Ragnheiður (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 20:05
Ragnheiður og Gísli ég vona innilega að þið séuð ekki í lögreglunni eða í einhverju starfi sem hefur með ábyrgð á öðru fólki að gera.
Ragnheiður. Þú talar svipað og talað er um að konan sem hér um ræðir talaði við lögregluna. Þér finnst svona orðbragð greinilega vera í lagi Þegar þú átt í hlut . Það skrifar engin svona og setur nafn sitt undir nema eitthvað alvarlegt sé að.
Halla Rut , 23.8.2007 kl. 23:56
sko!! sjáðu...! ég er ekkert vondur :D
hahahaha
Gísli Sigurður, 24.8.2007 kl. 00:02
sá þetta þegar ég birti hina færsluna..
hvernig kem ég inní það mál að vera óhæfur í starf sem hefur með ábyrgð á öðru fólki að gera Halla ?
Gísli Sigurður, 24.8.2007 kl. 00:05
töff.. alltaf gott að vita að það sé e-ð alvarlegt að manni :)
Ragnheiður (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 00:06
Ragnheiður skítið í píkurnar á ykkur djöfull eruði þroskaheftar ! Hvernig dettur þér í hug að láta þetta frá þér og það skriflega....eða ertu kannski 14 ára og nýbúin að fatta þessi orð eftir langvarandi búsetu í einangrun með aldraðri móður þinni á Hælavík?
Gísli Af því að þér finnst að manneskja missi mannréttindi sín algjörlega ef hún brýtur af sér og meira að segja áður en hún hefur verið dæmd. Þér finnst að lögregluþjónar sem eru yfirleitt ómenntaðir menn með mikilmennskubrjálaði megi halda konu á meðan gyrt er niður um hana. Það að þér finnist það í lagi mundi hræða mig ef þú værir í einhverri stöðu þar sem ég væri í neyð og þú værir sá sem mundir vera sá sem bæri ábyrgð á málinu. Ég mundi vera hrædd um að missa mannréttindin mín sem er það stærsta og mesta sem skilur okkur af frá vanþróuðum ríkjum. Mundu að það er frelsið og mannréttindi okkar sem leyfa okkur að lifa því lifi sem við lifum.
Skoðaðu málið, t.d. lesið mín tvö blogg um málið, skiptu um skoðun og láttu mig vita.
Halla Rut , 24.8.2007 kl. 00:23
Vá hvað er gott að finna að það er að minnsta kosti ein manneskja með viti hérna...
ég er nú á leiðinni uppí rúm, en ég les á morgun, því skal ég lofa þér.
Ég myndi nú ekki orða það þannig að hún missi mannréttindi sín.
Nú er margt sem mér flýgur í koll, en ég veit ekki alveg hvernig ég á að koma því frá mér. Eins og ég segi.. Hún valdi það að fara þessa leið.
Lögreglan hefur leyfi til að frelsissvipta fólk, og margs annars.
Þannig að þetta er á svolítið gráu svæði fyrir mér.
Að sjálfsögðu er það slæmt að blygðunarkennd konunnar hafi verið beitt þessu misrétti, en það var hennar val. Ekki lögreglunnar.
Þetta var neyðarúrræði, og ég ítreka það, neyðar-úrræði.
Ef lögreglan hefði ekki gert þetta, þá hefði verið mögulegt að konan slyppi við sakfellingu! Fyrir eitt alvarlegasta umferðarlagabrot sem um getur! Umferðarlagabrot sem hefur kostað svívirðilega marga hér á landi lífið.
Settu þetta á vogarskálarnar fyrir mig, finnst þér blygðunarkennd einnar manneskju, mögulegs morðingja sem leggur líf ótal manns í lífshættu, virkilega vega þyngra en líf þeirra einstaklinga sem hún stefndi í voða?
Það var hægt að komast hjá því að gera þetta svona, konan vissi það vel.
Það getur enginn sagt mér neitt annað um það.
En málið er hreinlega það, að hún VALDI þessa leið. Og VISSI NÁKVÆMLEGA að niðurstaðan yrði sú sama.. lögreglan stæði eftir sem sigurvegari.
Þá finnst mér mjög lítill grundvöllur fyrir konuna að koma fram í fjölmiðlum og nýta sér þetta. Skýla sér á bakvið ýktar sögusagnir af því sem gerðist í rauninni. Þessa manneskju ÞARF að dæma fyrir að stofna lífi fólks í hættu með vítaverðu gáleysi. Og það hefði e.t.v. ALDREI verið hægt, hefði lögreglan ekki gripið til þess ráðs að fara þessa leið.
Alveg eins og með nauðgunarbloggið þitt.. þetta er nákvæmlega sami boðskapur.
Ég réttlæti þetta, því ef þetta hefði ekki verið gert, þá hefði konan að öllum líkindum sloppið út í samfélagið aftur, með þau skilaboð, að hún geti neitað sektum og refsingum frá lögreglunni og hagað sér í umferðinni eins og henni hentar best hverju sinni.
Alveg eins og nauðgarar...
Ef að það þyrfti að setja þvaglegg í grunaðan nauðgara, og hann myndi ekki samþykja það, myndirðu í alvörunni ekki réttlæta að ætlaður nauðgara yrði neyddur í þvagleggs"ferlið" til þess að hann sleppi ekki algjörlega refsingarlaust út í samfélagið aftur með þau skilaboð að glæpir skipti engu máli í íslensku nútímasamfélagi?
Jæja.. ég vona að ég sé búinn að sannfæra þig.. Góða nótt
Gísli Sigurður, 24.8.2007 kl. 01:02
Það var búið að taka tvisvar blóðprufu úr henni auk þess sem hún var búin að rífa stólpa kjaft og hrækja á lögguna. Þetta nægir til hámarksrefsingar. Þvagsýnið algerlega óþarft.
Þvaglegg er ekki hættulaus aðgerð og mikil hætta á sýkingarhættu. Margir læknar hafa komið fram og sagt að sýnistakan við þessar aðstæður geti verið lífhættuleg.
Halla Rut , 25.8.2007 kl. 13:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.