Styðjum Björgunarsveitir!!

Sem félagi í björgunarsveit hér í borg vill ég minna fólk á að styðja okkur í hvareina.
Jólatré má kaupa hjá björgunarsveitum um jólin sem og flugelda um áramótin,

Fólk virðist gleyma því mjög oft að björgunarsveitirnar er ekki ríkisrekið fyrirtæki.
Stuðningur frá ríkinu er mjööög takmarkaður svo vægt sé til orða tekið.
Skemmst er frá því að Vegagerðin kærði eina björgunarsveit á landinu fyrir að nota litaða olíu í æfingum, þegar þeir vildu meina það að björgunarsveitirnar hefðu einungis leyfi til að nota litaða olíu í útköllum.
Þess má geta að málið var fellt niður, að sjálfsögðu.

"Jæja strákar, einn uppá heiði týndur, dæliði venjulegu olíunni úr bílunum og setjiði lituðu í! Fljótir"

Yeah right....

(þetta stangast á við ríkislög, því litaða olíu má setja á öll björgunarfarartæki, sama í hvaða erindagjörðum þau aka)

Þannig að ég vill biðja ykkur fyrir hönd Landsbjargar sem og allra björgunar- og hjálparsveita landsins að kaupa einungis flugelda og jólatré hjá björgunarsveitum, en ekki fúskara sem kaupa ódýra og jafnvel hættulega flugelda og selja grandalausum almenningi til að græða á honum, því þetta er næstum því eina innkoman hjá björgunarsveitum, og útgjöldin eru sko langt frá því að vera lítil.

Hjálpið okkur að hjálpa ykkur.
(frekar en að hjálpa Jóni út í bæ að kaupa sér Range Rover (t.d.) þó að þetta að sjálfsögðu gildi ekki um alla sjálfstæða söluaðila jólatrjáa og flugelda)

F.h. allra björgunaraðila landsins sem vinna launalaust í sjálfboðavinnu til að bjarga fólki og verðmætum sem passa sig, og er ekki passað nóg upp á.

Gísli Sigurður Gunnlaugsson


mbl.is Þakplötur fuku á Reykjanesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband