Þvílíkt og annað eins...

Við borum göt á fjöll, við sprengjum þverhnípta dali og fyllum þá af vatni, við breytum strandlengjunni með landfyllingum, við búum til verslunarhverfi á hraunuðu verndarsvæði í Heiðmörk, við víkkum Þrengslin með því að brjóta fjöllin þar og notum í möl.
-En bændur, vinsamlegast stígið ekki á grasið, því þið gætuð eyðilagt það.

Fjór- og sexhjól tæta mjög lítið upp eftir sig ef vel er ekið á þeim. Þau eru í langflestum tilvikum mun léttari heldur en fullvaxta hestur. Hesturinn skeiðar og hoppar á gróðurlendinu á meðan hjólin aka fremur mjúklega yfir. Þau auðvelda fjárgöngur einnig mjög til muna.

Hvers konar tuð- og væluskapur er þetta? Ekki veit ég betur heldur en að flestar göngur fari mestmegnis fram á grænu grasi, en ekki yfir moslendi eða slíkan viðkvæman gróður.

Yfir öllu má nú tuða. Svo tuða ég yfir tuði. Glæsilegt.


mbl.is Mótorhjól auglýst til aksturs utan vega í smölun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Bönnum hestaferðir, hundaeigendur og kattaeigendur!

corvus corax, 22.8.2011 kl. 18:33

2 Smámynd: Sigurður Helgason

Hahah það er greinilegt að þú hefur aldrei verið í göngummm.

Sigurður Helgason, 23.8.2011 kl. 03:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband