LÖG-REGLAN!! Fólk virðist gleyma...

Fólk virðist gleyma því alfarið að LÖGREGLAN ræður! Ekki öllu, en þegar að hún tekur stjórn á vettvangi sem þessum, þá er það hún sem stjórnar svæðinu, og almenningur Á (skv. lögum) að hlýða henni!

Lög-reglan (með lögum skal land byggja) á að sjá um að almenningur fari að lögum, sem það gerði ekki þarna. Að tefja umferð að óþörfu (þetta var óþarft, þó um mótmæli hafi verið að ræða) er lögbrot. Að sjálfsögðu gerir lögreglan eitthvað í því. Því það er hennar hlutverk.
 

Lögreglan var ítrekað búin að biðja fólk um að hypja sig í burtu, en ekkert gerðist.
Þá þarf hún að ganga lengra, sem hún og gerði í þessu tilviki.
Fólkið sem fékk úðann yfir sig, kallaði hann yfir sig sjálft.
Ég var þarna sjálfur og ég stóð við bensíndælurnar og gerði ekki neitt nema fylgjast með.
Ég var ekki að ögra lögreglunni á neinn hátt, þó maður sem stóð við hliðina á mér gerði það.
Hvað gerði lögreglan í því? Hún kom og handtók hann. Fullkomlega réttlætanlegt, því hann fór ekki að lögum. Ég slapp heill, því ég gerði ekki neitt. Ólíkt þeim sem þarna voru og ögruðu lögreglunni.

Þetta fólk sem var fyrir barðinu á lögreglunni var þetta týpíska fólk sem segir upphátt;
"catch me if you can, getur ekki náð mér, nananananabúbú"
og að sjálfsögðu gerir lögreglan eitthvað í því.
Löggan setti upp borða þarna, sem er m.a.s. skilgreindur í lögum, og enginn má virða þann borða að vettugi nema lögreglan sjálf. Það kom mér á óvart um áramótin þegar upp kom mál að ég bað lögregluna að setja upp þennan borða á tiltekinn stað fyrir mig, þegar að lögreglan sagði mér að það væri meira mál en það, og útskýrði vel fyrir mér hvaða merkingu þessi borði hefur.

Það fólk sem fékk úðann yfir sig var hreinlega of nálægt, og var að ögra hlutverki lögreglunnar þarna, sem og borðans, og lögreglan tók á því.

HINS VEGAR!!!

Gekk lögreglan of langt á sumum sviðum þarna.
Bíll Stulla var ekki fyrir, honum var lagt á hvíldarsvæði atvinnubílstjóra, og því hafði lögreglan engan rétt á að hirða bílinn hans. Fyrir utan það SAMKVÆMT LÖGUM má lögreglan ekki gera þetta nema hún hafi MJÖG GÓÐA ástæðu til, eða DÓMSÚRSKURÐ, sem hún svo sannarlega hafði ekki í þessu tilviki.

Þetta segir mér ekkert annað en það hvað Björn misnotar stöðu sína til þess að gera Ísland að lögregluríki!

ég kveð,

Gísli Sigurður


mbl.is Rétt aðferð við beitingu piparúða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

nananabúbú? ég hef aldrei fattað afhverju búbú er komið í endann! ... það er bara.. ljótt haha:S

nananaanaana er miklu fallegra og hljómfegurra:) 

Anna (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband